Erfitt að bera sig saman við Photoshop Benedikt Bóas skrifar 18. september 2017 14:45 Lára Rúnarsdóttir telur jóga framúrskarandi tæki til að átta sig á því hvað og hver maður er visir/Eyþór „Kundalini jóga hefur hjálpað mér mjög mikið. Sjálf hef ég verið að glíma við kvíða, streitu og stress,“ segir Lára Rúnarsdóttir en hún ætlar að halda kvíðastjórnunarnámskeið fyrir unglinga frá 13-16 ára með kundalini jóga. Námskeiðið byrjar á morgun fyrir stelpur og er sex skipti. Strákanámskeiðið hefst tveimur dögum síðar. Lára segir að börn og unglingar þurfi að læra að losna við samanburðinn sem samfélagsmiðlastjörnur séu að búa til með fölskum veruleika. Þar hentar jóga vel. „Ég held að það sem veldur kvíða og streitu hjá ungu fólki í dag sé samanburðurinn við einhvern sem er í hálfgerðum sýndarveruleika. Þar kemur þessi líkams- og útlitsdýrkun, samanburðurinn við næsta mann og allar öfgarnar sem eru á samfélagsmiðlum. Börn og unglingar alast upp með þessu og þá þurfa þau að læra tækni til að jarðtengja sig og leita inn á við.“ Töluverð umræða hefur verið um myndvinnslu sem íslenskir áhrifavaldar hafa notað á myndir af sér. Augu eru gerð óraunveruleg, magavöðvar stækkaðir, kílóum fækkað og svona mætti lengi telja. Photoshop forritið getur látið jafnvel skjannahvíta konu líta út eins og hún sé nýkominn frá Balí. Takmörkin eru engin. „Ég er að kenna krökkunum í raun að heila sig og reyna að gefa þeim tæki til að æfa sig, átta sig á hvað og hver þau eru. Ég held að samanburðurinn sé að ganga frá okkur. Við erum að bera okkur saman við Photoshop sem er erfitt. Í kundalini jóga er unnið með lokuð augu og leitað inn á við. Tengjast líkama sínum og sýna styrkleika. Með lokuð augun losnar fólk við samanburðinn á jógadýnunni og vinnur í kröftugri öndun um leið.“Notkun þunglyndislyfja eykst Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára og um 45 prósent í sama aldursflokki drengja. „Við sjáum 85 prósent aukningu í fjölda notenda,“ hefur Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, bent á og frá 2012-2016 hafi orðið rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. Rúmlega 15 prósent stúlkna hér á landi á aldrinum 15-19 ára hafa fengið ávísað þunglyndislyfjum árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, þrjú prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Rannsóknir sýna að kvíði meðal barna og unglinga eykst milli ára. Börn og unglingar búa við stöðugt áreiti, kröfurnar um að stunda nám af kappi auk tómstunda eru miklar og nærveru þeirra er krafist á samfélagsmiðlum flestum stundum. Því er nauðsynlegt að búa yfir tækni til þess að jarðtengja sig og hlúa að huga og sál í gegnum hugleiðslu, öndun og líkamsæfingar,“ segir Lára. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Kundalini jóga hefur hjálpað mér mjög mikið. Sjálf hef ég verið að glíma við kvíða, streitu og stress,“ segir Lára Rúnarsdóttir en hún ætlar að halda kvíðastjórnunarnámskeið fyrir unglinga frá 13-16 ára með kundalini jóga. Námskeiðið byrjar á morgun fyrir stelpur og er sex skipti. Strákanámskeiðið hefst tveimur dögum síðar. Lára segir að börn og unglingar þurfi að læra að losna við samanburðinn sem samfélagsmiðlastjörnur séu að búa til með fölskum veruleika. Þar hentar jóga vel. „Ég held að það sem veldur kvíða og streitu hjá ungu fólki í dag sé samanburðurinn við einhvern sem er í hálfgerðum sýndarveruleika. Þar kemur þessi líkams- og útlitsdýrkun, samanburðurinn við næsta mann og allar öfgarnar sem eru á samfélagsmiðlum. Börn og unglingar alast upp með þessu og þá þurfa þau að læra tækni til að jarðtengja sig og leita inn á við.“ Töluverð umræða hefur verið um myndvinnslu sem íslenskir áhrifavaldar hafa notað á myndir af sér. Augu eru gerð óraunveruleg, magavöðvar stækkaðir, kílóum fækkað og svona mætti lengi telja. Photoshop forritið getur látið jafnvel skjannahvíta konu líta út eins og hún sé nýkominn frá Balí. Takmörkin eru engin. „Ég er að kenna krökkunum í raun að heila sig og reyna að gefa þeim tæki til að æfa sig, átta sig á hvað og hver þau eru. Ég held að samanburðurinn sé að ganga frá okkur. Við erum að bera okkur saman við Photoshop sem er erfitt. Í kundalini jóga er unnið með lokuð augu og leitað inn á við. Tengjast líkama sínum og sýna styrkleika. Með lokuð augun losnar fólk við samanburðinn á jógadýnunni og vinnur í kröftugri öndun um leið.“Notkun þunglyndislyfja eykst Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára og um 45 prósent í sama aldursflokki drengja. „Við sjáum 85 prósent aukningu í fjölda notenda,“ hefur Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, bent á og frá 2012-2016 hafi orðið rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. Rúmlega 15 prósent stúlkna hér á landi á aldrinum 15-19 ára hafa fengið ávísað þunglyndislyfjum árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, þrjú prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Rannsóknir sýna að kvíði meðal barna og unglinga eykst milli ára. Börn og unglingar búa við stöðugt áreiti, kröfurnar um að stunda nám af kappi auk tómstunda eru miklar og nærveru þeirra er krafist á samfélagsmiðlum flestum stundum. Því er nauðsynlegt að búa yfir tækni til þess að jarðtengja sig og hlúa að huga og sál í gegnum hugleiðslu, öndun og líkamsæfingar,“ segir Lára.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira