Hugh Hefner: Maðurinn sem synti gegn straumnum Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2017 11:30 Hugh Hefner á sínum yngri árum. Fyrsta Playboy blaðið var gefið út árið 1953 en hét þá Stag. Vísir/Getty Þegar Hugh Hefner gaf fyrst út tímarit sitt Playboy árið 1953 gátu einstök ríki bannað getnaðarvarnir að vild og bannað var að nota orðið „ólétt“ í kvikmyndinni I Love Lucy. Hann er sagður hafa dregið umræðuna um kynlíf úr skugganum og barist fyrir auknu tjáningarfrelsi og mannréttindum. „Ef Wright bræðurnir hefðu ekki verið til, væru flugvélar samt til, Ef Edison hefði ekki verið til, værum við samt með rafmagnsljós og ef Hefner hefði ekki verið til, væri kynlíf enn þá til. En kannski myndum við ekki njóta þess jafn mikið. Heimurinn væri fátækari fyrir vikið og sömuleiðis ættingjar mínir,“ sagði Hefner árið 1974. Hann sló svo á svipaða strengi í viðtali árið 1992 þegar hann var spurður hverju hann væri stoltastur af. „Að ég breytti viðhorfinu til kynlífs. Að gott fólk getur nú búið saman. Að ég vann gegn hugmyndinni um ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Ég er ánægður með það.“ Hugh Hefner, dó í gær en hann lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Viðhorf hans til lífsins hefur kannski best verið fangað á Playboy.com þar sem síðan hefur verið tekin niður fyrir mynd af honum og eina tilvitnun. „Lífið er of stutt til að lifa annars draum.“ Hefner fæddist þann 9. apríl árið 1926 og voru foreldrar hans strangtrúaðir meþódistar. Hann hefur sagt að þau hafi aldrei sýnt hvort öðru ást. Hann sagði foreldra sína aldrei hafa drukkið, kynlíf hafi aldrei verið rætt á heimili þeirra og ekki hafi verið faðmast og meðlimir fjölskyldunnar kysstu ekki hvort annað. Hefner sagði að hann hafi fljótt séð hræsni í því. Sjá einnig: Manuela og Ragga Ragnars í Playboy-setrinu Hann byrjaði ungur í útgáfu en þegar hann var einungis níu ára gaf hann út dagblað í hverfi sínu þar sem hann ólst upp í Chicago. Árið 1944 gekk hann í herinn og skrifaði fyrir dagblað hersins. Upp úr seinni heimsstyrjöldinni hóf hann vinnu hjá Esquire og byrjaði að gæla við þá hugmynd að gefa út eigið tímarit. Konurnar sem birtast á síðum Playboy ganga undir nafninu kanínur.Vísir/Getty Árið 1953 gáfu hann og félagi hans Eldon Sellers út fyrsta tölublað tímarits þeirra sem þá hét Stag Party. Þeir skrifuðu tímaritið í eldhúsi Hefner og innihélt það nektarmynd af Marilyn Monroe. Nafninu breyttu þeir svo vegna annars tímarits sem hét Stag. Forsvarsmenn þess hótuðu lögsókn. Sjá einnig: Arna og Heiðar hittu „næstum því“ Hugh Hefner Upprunalega var fyrsta tölublaðið ekki dagsett, þar sem þeir Hefner og Sellers áttu ekki von á því að gefa út annað. Á einu ári voru lesendurnir hins vegar orðnir 200 þúsund og á innan við fimm árum ein milljón. Við upphaf áttunda áratugarins voru lesendur Playboy sjö milljónir. Hefner bætti svo við útgáfuveldi sitt með því að stofna klúbba, koma sjónvarpsþáttum á laggirnar og tónlistarhátíðum svo eitthvað sé nefnt. Hef fyrir utan Playboy-setrið fræga.Vísir/Getty Það er gamall brandari ytra að segjast eingöngu lesa Playboy „vegna greinanna“, en þrátt fyrir orðspor Playboy um að vera klámpési lagði Hefner ávalt mikið í greinar og viðtöl tímaritsins. Meðal annars voru birt löng viðtöl við þá Fidel Castro, Frank Sinatra, Marlon Brandon, John Lennon, Martin Luther King Jr. og þáverandi forsetaframbjóðandann Jimmy Carter. Þar að auki hafa skáldsögur eftir fræga rithöfunda, eins og Ian Fleming, Carl Sagan og Vladimir Nabokov einnig birst í tímaritinu. Hugh Hefner varð fyrir mikilli gagnrýni á lífsskeiði sínu. Hann var ítrekað sakaður um að hlutgera og gera lítið úr konum. Nokkrar af þeim konum sem hafa komið að Playboy hafa haldið því fram að náinn vinur Hefner, Bill Cosby, hafi nauðgað þeim í Playboy-setrinu og hefur Hefner sjálfur verið sakaður um beitt kanínu ofbeldi og nauðgað henni. Í viðtali við CNN sagði Hefner eitt sinn að hann óskaði þess að heimurinn myndi muna eftir honum sem einhverjum sem breytti heiminum á jákvæðan hátt og þá sérstaklega varðandi samfélagsbreytingar og breytingar á viðhorfi gagnvart kynlífi. Hann yrði ánægður með það. Ætli skoðanir séu ekki skiptar með það. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Þegar Hugh Hefner gaf fyrst út tímarit sitt Playboy árið 1953 gátu einstök ríki bannað getnaðarvarnir að vild og bannað var að nota orðið „ólétt“ í kvikmyndinni I Love Lucy. Hann er sagður hafa dregið umræðuna um kynlíf úr skugganum og barist fyrir auknu tjáningarfrelsi og mannréttindum. „Ef Wright bræðurnir hefðu ekki verið til, væru flugvélar samt til, Ef Edison hefði ekki verið til, værum við samt með rafmagnsljós og ef Hefner hefði ekki verið til, væri kynlíf enn þá til. En kannski myndum við ekki njóta þess jafn mikið. Heimurinn væri fátækari fyrir vikið og sömuleiðis ættingjar mínir,“ sagði Hefner árið 1974. Hann sló svo á svipaða strengi í viðtali árið 1992 þegar hann var spurður hverju hann væri stoltastur af. „Að ég breytti viðhorfinu til kynlífs. Að gott fólk getur nú búið saman. Að ég vann gegn hugmyndinni um ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Ég er ánægður með það.“ Hugh Hefner, dó í gær en hann lætur eftir sig eiginkonuna Crystal Harris, sem hann hefur verið giftur síðan árið 2012, og fjögur börn. Viðhorf hans til lífsins hefur kannski best verið fangað á Playboy.com þar sem síðan hefur verið tekin niður fyrir mynd af honum og eina tilvitnun. „Lífið er of stutt til að lifa annars draum.“ Hefner fæddist þann 9. apríl árið 1926 og voru foreldrar hans strangtrúaðir meþódistar. Hann hefur sagt að þau hafi aldrei sýnt hvort öðru ást. Hann sagði foreldra sína aldrei hafa drukkið, kynlíf hafi aldrei verið rætt á heimili þeirra og ekki hafi verið faðmast og meðlimir fjölskyldunnar kysstu ekki hvort annað. Hefner sagði að hann hafi fljótt séð hræsni í því. Sjá einnig: Manuela og Ragga Ragnars í Playboy-setrinu Hann byrjaði ungur í útgáfu en þegar hann var einungis níu ára gaf hann út dagblað í hverfi sínu þar sem hann ólst upp í Chicago. Árið 1944 gekk hann í herinn og skrifaði fyrir dagblað hersins. Upp úr seinni heimsstyrjöldinni hóf hann vinnu hjá Esquire og byrjaði að gæla við þá hugmynd að gefa út eigið tímarit. Konurnar sem birtast á síðum Playboy ganga undir nafninu kanínur.Vísir/Getty Árið 1953 gáfu hann og félagi hans Eldon Sellers út fyrsta tölublað tímarits þeirra sem þá hét Stag Party. Þeir skrifuðu tímaritið í eldhúsi Hefner og innihélt það nektarmynd af Marilyn Monroe. Nafninu breyttu þeir svo vegna annars tímarits sem hét Stag. Forsvarsmenn þess hótuðu lögsókn. Sjá einnig: Arna og Heiðar hittu „næstum því“ Hugh Hefner Upprunalega var fyrsta tölublaðið ekki dagsett, þar sem þeir Hefner og Sellers áttu ekki von á því að gefa út annað. Á einu ári voru lesendurnir hins vegar orðnir 200 þúsund og á innan við fimm árum ein milljón. Við upphaf áttunda áratugarins voru lesendur Playboy sjö milljónir. Hefner bætti svo við útgáfuveldi sitt með því að stofna klúbba, koma sjónvarpsþáttum á laggirnar og tónlistarhátíðum svo eitthvað sé nefnt. Hef fyrir utan Playboy-setrið fræga.Vísir/Getty Það er gamall brandari ytra að segjast eingöngu lesa Playboy „vegna greinanna“, en þrátt fyrir orðspor Playboy um að vera klámpési lagði Hefner ávalt mikið í greinar og viðtöl tímaritsins. Meðal annars voru birt löng viðtöl við þá Fidel Castro, Frank Sinatra, Marlon Brandon, John Lennon, Martin Luther King Jr. og þáverandi forsetaframbjóðandann Jimmy Carter. Þar að auki hafa skáldsögur eftir fræga rithöfunda, eins og Ian Fleming, Carl Sagan og Vladimir Nabokov einnig birst í tímaritinu. Hugh Hefner varð fyrir mikilli gagnrýni á lífsskeiði sínu. Hann var ítrekað sakaður um að hlutgera og gera lítið úr konum. Nokkrar af þeim konum sem hafa komið að Playboy hafa haldið því fram að náinn vinur Hefner, Bill Cosby, hafi nauðgað þeim í Playboy-setrinu og hefur Hefner sjálfur verið sakaður um beitt kanínu ofbeldi og nauðgað henni. Í viðtali við CNN sagði Hefner eitt sinn að hann óskaði þess að heimurinn myndi muna eftir honum sem einhverjum sem breytti heiminum á jákvæðan hátt og þá sérstaklega varðandi samfélagsbreytingar og breytingar á viðhorfi gagnvart kynlífi. Hann yrði ánægður með það. Ætli skoðanir séu ekki skiptar með það.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15 Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21 Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Hitti næstum því Hugh Hefner "Við blöðruðum helling,“ segir Arna Bára Playboy fyrirsæta sem er stödd í Mexíkó. 5. maí 2014 14:15
Sextán þúsund manns fylgdust með Manuelu í Playboyhöllinni Manuela Ósk Harðardóttir brá sér vestur um haf og skemmti sér með stórstjörnunum í sérlegu partíi sem Richard Branson stóð fyrir í tengslum við Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles á mánudagskvöld. 17. febrúar 2016 10:21
Stefán með Hugh Hefner og Dan Bilzerian í Playboy-höllinni Stefán Atli Rúnarsson, plötusnúður og athafnamaður, heimsótti Playboy setrið fræga á dögunum þar sem honum var boðið á forsýningu á kvikmyndinni Entourage. 4. júní 2015 15:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent