Umfjöllun: Grindavík 3 - 2 Þór/KA | Þór/KA mistókst að tryggja sér titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 23. september 2017 16:00 Það er mikið undir hja Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í dag. vísir/ernir Þór/KA varð ekki Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu í dag, en liðið gat með sigri í Grindavík tryggt sér titilinn. Heimastúkur gerðu sér lítið fyrir og unnu meistaraefnin, 3-2, í bráðfjörugum leik í dag. Nýliðar Grindavíkur komust í tvígang yfir, en í bæði skiptin náðu Þór/KA að jafna. Einhverjir héldu þá að þá myndu norðanstúlkur ganga á lagið, en María Sól Jakobsdóttir tryggði Grindavík sigur með marki níu mínútur fyrir leikslok. Vonbrigði fyrir Þór/KA sem fær þó eitt tækifæri enn til þess að tryggja sér titilinn, en þær fá spútniklið FH í heimsókn í lokaumferðinni sem hefur spilað vel í deildinni í sumar. Á sama tíma mætir Grindavík Breiðabliki í Kópavogi.Afhverju vann Grindavík? Það má segja að þessi leikur hafi verið fullkomnlega settur upp hjá Róberti Haraldssyni og hans mönnum í þjálfarateymi Grindavíkur. Þær fengu langan tíma til að undirbúa sig fyrir þennan leik, voru búnar að gulltryggja sig í deildina að ári og spiluðu eftir því. Frammistaða þeirra var virkilega góð. Öflugur varnarleikur í bland við frábærar skyndisóknir var lykillinn að sigrinum í dag, en tvær skyndisóknir skiluðu marki í dag. Heilsteypt og glæsileg frammistaða hjá nýliðunum sem er í baráttu um að landa titlinum.Hverjar stóðu upp úr? María Sól Jakobsdóttir fékk traustið í fremstu víglínu Grindavíkur í dag og gerði virkilega vel. Hún var síógnandi, sérstaklega í skyndisóknunum og gerir klárlega tilkall til þess að vera maður leiksins. Virkileg góð frammistaða hjá henni. Innkoma Carolinu Mendes skipti einnig sköpum, en hún skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hjá Þór/KA var fátt um fína drætti. Sandra Stephany Mayor reyndi og reyndi og var líklega best í liði Þór/KA, en hún fékk ekki mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Vindurinn var ansi mikill og borgarstjórinn er líklega ekki vanur svona vind.Hvað gekk illa? Sóknarleikur norðanstúlkna var alls ekki góður í leiknum. Vindurinn og veðrið gáfu liðunum ekki mikið, en Þór/KA reyndi mikið að dæla boltanum inn í teig úr fyrirgjöfum sem gáfu lítið sem ekki neitt. Sandra Mayor komst lítið í takt við boltann, en í þau fáu skipti sem hún komst í boltann gerði hún vel. Sandra María Jessen og Hulda Ósk fengu lítið boltann og spilið í gegnum miðjuna gekk illa hjá gestunum. Þær hafa oft, ef ekki alltaf spilað betur.Hvað gerist næst? Þór/KA er með tveggja stiga forskot á Breiðablik fyrir lokaumferðina. Norðanstúlkur fá FH í heimsókn, en FH vann góðan 2-0 sigur á Valsstúlkum í dag. Grindavík fer einmitt næst í heimsókn til keppinauta norðanstúlkna, Breiðablik. Úrslitin munu því ráðast í síðustu umferðinni. Þór spilar á fimmtudag, en allir aðrir leikir á föstudag. Pepsi Max-deild kvenna
Þór/KA varð ekki Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu í dag, en liðið gat með sigri í Grindavík tryggt sér titilinn. Heimastúkur gerðu sér lítið fyrir og unnu meistaraefnin, 3-2, í bráðfjörugum leik í dag. Nýliðar Grindavíkur komust í tvígang yfir, en í bæði skiptin náðu Þór/KA að jafna. Einhverjir héldu þá að þá myndu norðanstúlkur ganga á lagið, en María Sól Jakobsdóttir tryggði Grindavík sigur með marki níu mínútur fyrir leikslok. Vonbrigði fyrir Þór/KA sem fær þó eitt tækifæri enn til þess að tryggja sér titilinn, en þær fá spútniklið FH í heimsókn í lokaumferðinni sem hefur spilað vel í deildinni í sumar. Á sama tíma mætir Grindavík Breiðabliki í Kópavogi.Afhverju vann Grindavík? Það má segja að þessi leikur hafi verið fullkomnlega settur upp hjá Róberti Haraldssyni og hans mönnum í þjálfarateymi Grindavíkur. Þær fengu langan tíma til að undirbúa sig fyrir þennan leik, voru búnar að gulltryggja sig í deildina að ári og spiluðu eftir því. Frammistaða þeirra var virkilega góð. Öflugur varnarleikur í bland við frábærar skyndisóknir var lykillinn að sigrinum í dag, en tvær skyndisóknir skiluðu marki í dag. Heilsteypt og glæsileg frammistaða hjá nýliðunum sem er í baráttu um að landa titlinum.Hverjar stóðu upp úr? María Sól Jakobsdóttir fékk traustið í fremstu víglínu Grindavíkur í dag og gerði virkilega vel. Hún var síógnandi, sérstaklega í skyndisóknunum og gerir klárlega tilkall til þess að vera maður leiksins. Virkileg góð frammistaða hjá henni. Innkoma Carolinu Mendes skipti einnig sköpum, en hún skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hjá Þór/KA var fátt um fína drætti. Sandra Stephany Mayor reyndi og reyndi og var líklega best í liði Þór/KA, en hún fékk ekki mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Vindurinn var ansi mikill og borgarstjórinn er líklega ekki vanur svona vind.Hvað gekk illa? Sóknarleikur norðanstúlkna var alls ekki góður í leiknum. Vindurinn og veðrið gáfu liðunum ekki mikið, en Þór/KA reyndi mikið að dæla boltanum inn í teig úr fyrirgjöfum sem gáfu lítið sem ekki neitt. Sandra Mayor komst lítið í takt við boltann, en í þau fáu skipti sem hún komst í boltann gerði hún vel. Sandra María Jessen og Hulda Ósk fengu lítið boltann og spilið í gegnum miðjuna gekk illa hjá gestunum. Þær hafa oft, ef ekki alltaf spilað betur.Hvað gerist næst? Þór/KA er með tveggja stiga forskot á Breiðablik fyrir lokaumferðina. Norðanstúlkur fá FH í heimsókn, en FH vann góðan 2-0 sigur á Valsstúlkum í dag. Grindavík fer einmitt næst í heimsókn til keppinauta norðanstúlkna, Breiðablik. Úrslitin munu því ráðast í síðustu umferðinni. Þór spilar á fimmtudag, en allir aðrir leikir á föstudag.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti