Hvernig minnka ég plastnotkun? Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir skrifar 22. september 2017 13:00 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig minnka ég plastnotkun?Svar: Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til í einni eða annarri mynd. Í raun eyðist plast ekki heldur verður það að sífellt minni ögnum sem kallast örplast. Stór hluti af framleiddu plasti endar í sjó eða vatni, skemmir lífríki og getur valdið dauða dýra. Þrátt fyrir þetta spilar plast stórt hlutverk í okkar daglega lífi og er til margs nytsamlegt en eins og með aðra ofneyslu þurfum við að draga úr einnota notkun plasts. Ein leið til að minnka notkun er að sleppa einnota plasti á borð við plastpoka, sogrör, plasthnífapör og -diska og þess háttar. Tökum með fjölnota poka þegar við verslum og einnig poka undir ávexti og grænmeti. Hægt er að kaupa sápustykki í stað fljótandi handsápu og taka með fjölnota ílát þegar farið er í fisk- og kjötbúðina og jafnvel ísbúðina og hafa með sér fjölnota kaffimál. Í stað þess að nota einnota plast í eldhúsinu er betra að nota t.d. matvælaumbúðir úr gleri, fjölnota plasti eða Abeego umbúðir (úr m.a. býflugnavaxi). Að auki getum við haft mikil áhrif á framboð og neyslu. Því fleiri sem neita plastumbúðum í verslunum og á veitingastöðum því fyrr fara fyrirtæki að bjóða upp á umhverfisvænni lausnir. Nú stendur yfir árvekniátakið „Plastlaus september“ til að vekja fólk til umhugsunar á plastnotkun. Að baki verkefninu stendur þverfaglegur hópur kvenna auk þess sem verkefnið er styrkt af Umhverfisstofnun, helstu sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Landvernd og fleirum. Lesa má um átakið á plastlausseptember.is en þar er einnig að finna fleiri ráð um hvernig draga má úr plastnotkun.Niðurstaða: Hættum að nota einnota plastvörur og drögum úr ofneyslu t.d. með fjölnota innkaupapokum og ílátum. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig minnka ég plastnotkun?Svar: Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til í einni eða annarri mynd. Í raun eyðist plast ekki heldur verður það að sífellt minni ögnum sem kallast örplast. Stór hluti af framleiddu plasti endar í sjó eða vatni, skemmir lífríki og getur valdið dauða dýra. Þrátt fyrir þetta spilar plast stórt hlutverk í okkar daglega lífi og er til margs nytsamlegt en eins og með aðra ofneyslu þurfum við að draga úr einnota notkun plasts. Ein leið til að minnka notkun er að sleppa einnota plasti á borð við plastpoka, sogrör, plasthnífapör og -diska og þess háttar. Tökum með fjölnota poka þegar við verslum og einnig poka undir ávexti og grænmeti. Hægt er að kaupa sápustykki í stað fljótandi handsápu og taka með fjölnota ílát þegar farið er í fisk- og kjötbúðina og jafnvel ísbúðina og hafa með sér fjölnota kaffimál. Í stað þess að nota einnota plast í eldhúsinu er betra að nota t.d. matvælaumbúðir úr gleri, fjölnota plasti eða Abeego umbúðir (úr m.a. býflugnavaxi). Að auki getum við haft mikil áhrif á framboð og neyslu. Því fleiri sem neita plastumbúðum í verslunum og á veitingastöðum því fyrr fara fyrirtæki að bjóða upp á umhverfisvænni lausnir. Nú stendur yfir árvekniátakið „Plastlaus september“ til að vekja fólk til umhugsunar á plastnotkun. Að baki verkefninu stendur þverfaglegur hópur kvenna auk þess sem verkefnið er styrkt af Umhverfisstofnun, helstu sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, Landvernd og fleirum. Lesa má um átakið á plastlausseptember.is en þar er einnig að finna fleiri ráð um hvernig draga má úr plastnotkun.Niðurstaða: Hættum að nota einnota plastvörur og drögum úr ofneyslu t.d. með fjölnota innkaupapokum og ílátum.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning