Hvað er til ráða gegn kvíða unglinga? Vera Einarsdóttir skrifar 24. september 2017 10:00 Ester segir foreldra geta hjálpað börnum sínum að breyta hugsunarhætti sínum og að setja sér raunhæfari markmið. Þeir geta líka þurft að taka á eigin kvíða svo þeir séu ekki óvart að ýta undir kvíða barna sinna. Vísir/Eyþór Foreldrahús býður upp á ókeypis fræðslukvöld fyrir foreldra í vetur. Það fyrsta fjallaði um kvíða og áhyggjur hjá unglingum og fór fram í Safnaðarheimili Laugarneskirkju á fimmtudag. „Við höfum það að markmiði að starfa fyrir alla foreldra í landinu og ákváðum því að taka upp þá nýjung að bjóða upp á fræðslukvöld, foreldrum að kostnaðarlausu. Kvíði unglinga hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og hafa foreldrar kallað eftir því að fá meiri fræðslu. Það eru ýmis námskeið í boði en þau eru oftar en ekki kostnaðarsöm. Við ákváðum því að bregðast við,“ segir Ester Ingvarsdóttir, sálfræðingur hjá Foreldrahúsi. Að sögn Esterar eru kvíði og áhyggjur unglinga meira uppi á yfirborðinu nú en oft áður. „Það er erfitt að segja til um hvort það sé vegna þess að hann hafi beinlínis aukist eða vegna þess að meira er um greiningar.“ Hún segir þó að marktæk aukning hafi verið á kvíða eftir kreppu þó áhrif hennar séu væntanlega eitthvað farin að fjara út. „Aftur á móti tala sérfræðingar í auknum mæli um að síaukin samfélagsmiðlanotkun ýti undir kvíða. Þeir valda áður óþekktu áreiti. Það er ekki lengur um að ræða tveggja manna tal heldur fara hlutirnir fram fyrir allra augum. Það getur reynst óhörðnuðum unglingum erfitt. Þeir upplifa margir pressu um að vera fullkomnir og setja sér óraunhæf markmið sem aftur veldur vonbrigðum og vonleysi,“ útskýrir Ester. Hún segir ýmislegt hægt að gera til að styðja við unglinga með áhyggjur og kvíða og nefnir hugræna atferlismeðferð og ýmis sjálfsstyrkingarnámskeið í þeim efnum. „Þá geta foreldrar hjálpað börnum að breyta hugsunarhætti sínum og að setja sér raunhæfari markmið. Eins geta þeir þurft að taka á eigin kvíða svo þeir séu ekki óvart að ýta undir kvíða barna sinna.“Sérfræðingar tala um að síaukin samfélagsmiðlanotkun ýti undir vanlíðan og kvíða hjá unglingum. Þeir valda áður óþekktu áreiti. Það er ekki lengur um að ræða tveggja manna tal heldur fara hlutirnir fram fyrir allra augum. Það getur reynst óhörnuðum unglingum erfitt.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYNæsta fræðslukvöld Foreldrahúss fer fram miðvikudaginn 1. nóvember. Það ber yfirskriftina Sagt er, satt er – samtal um vímuefni og verður í umsjón áfengis- og vímuefnaráðgjafanna Rafns M. Jónssonar og Guðrúnar Bjargar Ágústsdóttur. „Þau munu aðallega fjalla um kannabisneyslu sem hefur aukist meðal íslenskra unglinga. Þau fara yfir hættumerki, áhættu og gefa ráð en bæði eru mjög reynd í þessum efnum,“ segir Ester. Hún segir foreldra oft vandræðum með hvernig þeir eigi að bregðast við ef börn þeirra byrja að fikta. „Margir ætla að taka á málinu af fullri hörku en fá þá unglingana upp á móti sér sem leiðir af sér vítahring með stöðugt harðari refsingum á móti stöðugt meiri flótta. Þá getur verið gott að fá leiðsögn.“ Miðvikudaginn 29. nóvember munu þær Guðrún Björg og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og kennari, svo halda fræðslu undir yfirskriftinni Hinn sanni jólaandi – jólahald hjá fjölskyldum í erfiðum aðstæðum. Ester segir yfirleitt talað um jólin sem gleðilegan og hátíðlegan tíma. „Svo er þó ekki hjá öllum og hjá sumum er þetta sá tími sem fólk kvíðir hvað mest.“ Hún segir það geta verið vegna vímuefnavanda, ósættis í fjölskyldunni og fjárhagserfiðleika svo dæmi séu nefnd og er markmið fræðslunnar að gefa fólki tól til að komast betur í gegnum þennan tíma. Foreldrahús er sprottið frá grasrótarsamtökunum Vímulausri æsku sem hafa verið starfandi um áratuga skeið. „Þar hefur náðst góður árangur og hefur dregið verulega úr áfengisneyslu og reykingum unglinga þó aukin kannabisneysla sé áhyggjuefni,“ segir Ester. Þótt starfsfólk Foreldrahúss sé enn að aðstoða foreldra barna í neyslu hefur starfsemin víkkað. „Í dag erum við líka að taka á almennri vanlíðan, kvíða og depurð svo dæmi séu nefnd. Við bjóðum upp á ráðgjafaviðtöl fyrir bæði foreldra og unglinga og ýmis námskeið auk þess sem við starfrækjum stuðningshópa fyrir foreldra sem eiga börn í neyslu. Fræðslukvöldin eru svo liður í að efla forvarnir og ná til fleiri foreldra.“ Öll fræðslukvöldin verða haldin í Laugarneskirkju. Þau hefjast klukkan átta og standa til tíu. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Foreldrahús býður upp á ókeypis fræðslukvöld fyrir foreldra í vetur. Það fyrsta fjallaði um kvíða og áhyggjur hjá unglingum og fór fram í Safnaðarheimili Laugarneskirkju á fimmtudag. „Við höfum það að markmiði að starfa fyrir alla foreldra í landinu og ákváðum því að taka upp þá nýjung að bjóða upp á fræðslukvöld, foreldrum að kostnaðarlausu. Kvíði unglinga hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og hafa foreldrar kallað eftir því að fá meiri fræðslu. Það eru ýmis námskeið í boði en þau eru oftar en ekki kostnaðarsöm. Við ákváðum því að bregðast við,“ segir Ester Ingvarsdóttir, sálfræðingur hjá Foreldrahúsi. Að sögn Esterar eru kvíði og áhyggjur unglinga meira uppi á yfirborðinu nú en oft áður. „Það er erfitt að segja til um hvort það sé vegna þess að hann hafi beinlínis aukist eða vegna þess að meira er um greiningar.“ Hún segir þó að marktæk aukning hafi verið á kvíða eftir kreppu þó áhrif hennar séu væntanlega eitthvað farin að fjara út. „Aftur á móti tala sérfræðingar í auknum mæli um að síaukin samfélagsmiðlanotkun ýti undir kvíða. Þeir valda áður óþekktu áreiti. Það er ekki lengur um að ræða tveggja manna tal heldur fara hlutirnir fram fyrir allra augum. Það getur reynst óhörðnuðum unglingum erfitt. Þeir upplifa margir pressu um að vera fullkomnir og setja sér óraunhæf markmið sem aftur veldur vonbrigðum og vonleysi,“ útskýrir Ester. Hún segir ýmislegt hægt að gera til að styðja við unglinga með áhyggjur og kvíða og nefnir hugræna atferlismeðferð og ýmis sjálfsstyrkingarnámskeið í þeim efnum. „Þá geta foreldrar hjálpað börnum að breyta hugsunarhætti sínum og að setja sér raunhæfari markmið. Eins geta þeir þurft að taka á eigin kvíða svo þeir séu ekki óvart að ýta undir kvíða barna sinna.“Sérfræðingar tala um að síaukin samfélagsmiðlanotkun ýti undir vanlíðan og kvíða hjá unglingum. Þeir valda áður óþekktu áreiti. Það er ekki lengur um að ræða tveggja manna tal heldur fara hlutirnir fram fyrir allra augum. Það getur reynst óhörnuðum unglingum erfitt.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYNæsta fræðslukvöld Foreldrahúss fer fram miðvikudaginn 1. nóvember. Það ber yfirskriftina Sagt er, satt er – samtal um vímuefni og verður í umsjón áfengis- og vímuefnaráðgjafanna Rafns M. Jónssonar og Guðrúnar Bjargar Ágústsdóttur. „Þau munu aðallega fjalla um kannabisneyslu sem hefur aukist meðal íslenskra unglinga. Þau fara yfir hættumerki, áhættu og gefa ráð en bæði eru mjög reynd í þessum efnum,“ segir Ester. Hún segir foreldra oft vandræðum með hvernig þeir eigi að bregðast við ef börn þeirra byrja að fikta. „Margir ætla að taka á málinu af fullri hörku en fá þá unglingana upp á móti sér sem leiðir af sér vítahring með stöðugt harðari refsingum á móti stöðugt meiri flótta. Þá getur verið gott að fá leiðsögn.“ Miðvikudaginn 29. nóvember munu þær Guðrún Björg og Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og kennari, svo halda fræðslu undir yfirskriftinni Hinn sanni jólaandi – jólahald hjá fjölskyldum í erfiðum aðstæðum. Ester segir yfirleitt talað um jólin sem gleðilegan og hátíðlegan tíma. „Svo er þó ekki hjá öllum og hjá sumum er þetta sá tími sem fólk kvíðir hvað mest.“ Hún segir það geta verið vegna vímuefnavanda, ósættis í fjölskyldunni og fjárhagserfiðleika svo dæmi séu nefnd og er markmið fræðslunnar að gefa fólki tól til að komast betur í gegnum þennan tíma. Foreldrahús er sprottið frá grasrótarsamtökunum Vímulausri æsku sem hafa verið starfandi um áratuga skeið. „Þar hefur náðst góður árangur og hefur dregið verulega úr áfengisneyslu og reykingum unglinga þó aukin kannabisneysla sé áhyggjuefni,“ segir Ester. Þótt starfsfólk Foreldrahúss sé enn að aðstoða foreldra barna í neyslu hefur starfsemin víkkað. „Í dag erum við líka að taka á almennri vanlíðan, kvíða og depurð svo dæmi séu nefnd. Við bjóðum upp á ráðgjafaviðtöl fyrir bæði foreldra og unglinga og ýmis námskeið auk þess sem við starfrækjum stuðningshópa fyrir foreldra sem eiga börn í neyslu. Fræðslukvöldin eru svo liður í að efla forvarnir og ná til fleiri foreldra.“ Öll fræðslukvöldin verða haldin í Laugarneskirkju. Þau hefjast klukkan átta og standa til tíu.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira