Lygar, skömm og leyndarmál Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. október 2017 12:00 Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heimavistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjölskyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leikstýrir. Myndin vann Europa Cinemas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár.Amanda Kernell leikstjóri Sami BloodCarla Orrego VelizKvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistarskóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammarlegu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, ofbeldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“segir Amanda. Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell.Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu. RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heimavistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjölskyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leikstýrir. Myndin vann Europa Cinemas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár.Amanda Kernell leikstjóri Sami BloodCarla Orrego VelizKvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistarskóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammarlegu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, ofbeldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“segir Amanda. Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell.Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu.
RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira