Alec Baldwin í hlutverki Trump og Kate McKinnon í hlutverki Jeff Sessions.
Fyrsti þáttur Saturday Night Live í vetur var sýndur í Bandaríkjunum í gærkvöldi og mætti Alec Baldwin aftur í hlutverki Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í opnunaratriði þáttarins var gert stólpagrín að viðbrögðum forsetans við vanda Puerto Rico og öðru sem gengið hefur á í sumar.
Baldwin var fastur gestur í SNL síðasta vetur og fékk hann Emmy verðlaun fyrir að leika Trump.
Leikarinn Ryan Gosling var gestur þáttarins í gær og Jay-Z flutti tónlistaratriði. Opnunaratriði þáttarins má sjá hér að neðan.