Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 11:14 Hlýnandi sjór kemst mögulega í snertingu við allt að 55% Grænlandsjökuls. Vísir/AFP Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30