Lífið

Myndasyrpa frá heimsókn Lindu til Weymouth: Fann loks föður sinn eftir tíu ára leit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar myndir frá ferðalaginu til Weymouth.
Skemmtilegar myndir frá ferðalaginu til Weymouth. Myndir/egill Aðalsteinsson.
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir tæplega tveimur vikum en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. 

Á sunnudagskvöldið var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn.

Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.

Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður 365, var með í för og tók hann fjölda ljósmynda frá ferðalagi hópsins. 

Hér að neðan má sjá frábærar myndir af genginu en þar má meðal annars finna falleg listaverk eftir Richard sem er mjög fær listamaður í Bretlandi. 

Þriðji þátturinn af Leitinni að upprunanum er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×