Sumarbörn tilnefnd til virtra alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 16:30 Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar. Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Sumarbörn hefur verið valin til þáttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Black Nights Film Festival í Tallin þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra (e. First Feature Competition). Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Guðrún Ragnarsdóttir, mun fylgja myndinni eftir til Tallin þar sem hún verður frumsýnd þann 24. nóvember. „Hátíðin er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum og það er því mikill heiður að vera tilnefndur til þessara verðlauna,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri. Hún segir samkeppnina vera mjög stífa en meðal mynda sem tilnefndar eru má finna framlag Brasilíu til Óskarsverðlaunanna í ár.Þroski og gæði einkenna myndirnar í ár Tiina Lokk, dagskrárstjóri Black Nights Film Festival, segir mikinn þroska einkenna tilnefningarnar í ár, bæði hvað nálgun á viðfangsefni varðar og heildarskynjun. „Það hefur verið minna um unglega fífldirfsku en hefur verið undanfarin ár, myndirnar eru þroskaðri og í meira jafnvægi. Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að tilnefna frábær frumverk á hverju ári, þá tel ég að dagskráin í ár í heild sinni sé stórt gæðaskref fram á við.“Vönduð fjölskyldumynd sem hvetur til samræðu um mikilvæg málefni? „Sumarbörn er einstaklega falleg og vönduð fjölskyldumynd, sem hentar ungum jafnt sem öldnum. Slíkar myndir eru afar sjaldgæfar á Íslandi og mikill heiður að vera hluti af listsköpun sem vekur fólk til umhugsunar og hvetur til samræðu milli kynslóða um mikilvæg málefni,“ segir Hrönn Kristinsdóttir, annar framleiðanda myndarinnar. Myndin var frumsýnd í október en auk þess að vera til sýningar á höfuðborgarsvæðinu hefur hún farið hringinn í kringum landið, frá Vestmannaeyjum til Ísafjarðar.
Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira