Hefur misst báða foreldra sína, sigrast á krabbameini og leitar nú að upprunanum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2017 14:15 Ása Nishanthi Magnúsdóttir fór út til Sri Lanka ásamt Sigrúnu Ósk. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í þriðja þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi. „Það eina sem hægt var að gera fyrir hann var að halda krabbameininu niðri,“ sagði Ása Nishanthi í þættinum í gær. Magnús Fjalldal lést sex mánuðum eftir greiningu eða í lok árs 2015.Ása fékk ættleiðingarskjölin frá föður sínum fyrir sex árum.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum í gær kom í ljós að leitin á eftir að reynast þrautin þyngri og eru fáar vísbendingar til staðar sem gætu leitt til þess að Ása fái að hitta konuna sem fæddi hana inn í þennan heim. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira