Flúði fótgangandi með börnin frá Sýrlandi daginn sem maðurinn hennar var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 15:46 Andaleeb er 25 ára tveggja barna móðir og ekkja sem flúði stríðið í Sýrlandi og heldur nú til í flóttamannabúðum í Jórdaníu. „Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900. Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
„Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900.
Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00