„Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri“ Guðný Hrönn skrifar 8. nóvember 2017 11:15 Ása tók þátt í Leitinni að upprunanum og leyfði þjóðinni að fylgjast með ferðalagi sínu til Srí Lanka. Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Þeir sem fylgjast með þáttunum Leitinni að upprunanum fengu í seinustu tveimur þáttum að fylgjast með ferðalagi Ásu Nishanthi Magnúsdóttur til Srí Lanka, landsins þar sem hún fæddist. Þar freistaði hún þess að finna móður sína með hjálp ættleiðingarskjala sem faðir hennar færði henni fyrir nokkrum árum. Þeim sem sáu ekki þáttinn á sunnudaginn en ætla sér að horfa á hann seinna er bent á að þessi grein gæti spillt fyrir þeim sem ekki vilja vita hvað gerðist. Ferðalag Ásu tók óvænta stefnu þegar í ljós kom að upplýsingarnar í ættleiðingarskjölum Ásu stóðust ekki. Það voru vissulega vonbrigði fyrir Ásu og ferðin tók á andlegu hliðina. En samt sem áður er Ása ánægð með að hafa látið vaða. „Ég er alveg mjög sátt. Auðvitað var þetta svekkjandi, að hafa ekki fundið hana. Og ég var náttúrulega búin að treysta á að pappírarnir myndu hjálpa mér, það var svona það eina sem ég gat notað til að finna hana. En þetta endaði samt vel, ég var líka í frábærum hóp þarna úti,“ segir Ása sem er búin að fá jákvæð viðbrögð frá fólki sem fylgdist spennt með þáttunum enda sýndi hún mikinn styrk. „Ég er náttúrulega bara búin að fá mikið knús og hrós frá fólki sem segir að ég hafi hafa staðið mig vel. Ég er glöð yfir að hafa fengið þetta tækifæri, að fara út og láta reyna á þetta. Og að kynnast menningunni og sjá landið.“ Spurð út í hvort hún ætli sér að fara aftur til Srí Lanka svarar hún hiklaust játandi.„Já. Ég vandist landinu og menningunni fljótt og þessu afslappaða andrúmslofti. Ég fer alveg pottþétt aftur og ætla þá að taka son minn með mér,“ útskýrir Ása sem á sex ára son. Í seinni þættinum um ferðalag Ásu kom fram að blaðamaður frá Srí Lanka, sem aðstoðaði Ásu og Sigrúnu Ósk, stjórnanda þáttanna, í leitinni, bauðst til að auglýsa opinberlega eftir blóðmóður Ásu eftir að í ljós kom að leitin myndi ekki ganga eins og skyldi. Ása afþakkaði það þar sem hún óttaðist að slík auglýsing gæti komið sér illa fyrir blóðmóður hennar. „Maður veit náttúrulega ekkert. Ég veit til dæmis ekki hvort hún er búin að gifta sig aftur og þá hvort hún er búin að segja manni sínum frá þessu.“ Ása er þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá einhver svör um uppruna sinn. „Ég er búin að finna heimasíðu þar sem mæður sem hafa gefið frá sér börn eru að leita að börnunum sínum. Ég er búin að vera að skoða hana aðeins og forvitnast. Og ég hugsa að ég setji inn mynd af henni og mynd af mér inn á þá síðu,“ útskýrir Ása og tekur fram að hún ætli að taka öllum upplýsingum sem hún gæti fengið í gegnum þá síðu með fyrirvara og ekki gera sér of miklar vonir. „En leitinni er ekki lokið.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“