Leitinni er ekki lokið Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 14:30 Ása Nishanthi Magnúsdóttir leitar enn að móður sinni. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma. Leitin að upprunanum Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira