Tónlistarkonan Beyoncé mun ljá persónunni Nölu rödd sína í væntanlegri endurgerð af hinni sígildu Disney-mynd, Konungi ljónanna.
Stórskotalið leikara mun sjá um talsetningu þessarar myndar, þar á meðal spjallþáttastjórnandinn John Oliver, Seth Rogen, Eric André, Billy Eichner, Donald Glover, James Earl Jones, Chiwetel Ejifor og Alfre Woodard.
Donald Glover ljá Simba rödd sína og James Earl Jones endurtekur leikinn frá upprunalegu myndinni með því að ljá Mufasa rödd sína.
Chiwetel Ejiofor mun leika Skara en leikararnir Seth Rogen og Billy Eichner munu fara með hlutverk tvíeykisins Tímóns og Púmba á meðan John Oliver talar fyrir Zazu.
Myndin verður frumsýnd árið 2019 en leikstjóri hennar verður John Favreu.

