Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 16:00 Teikning listamanns af Ross 128b og rauða dvergnum sem fjarreikistjarnan gengur um. Vísir/AFP Reikistjarna sem stjörnufræðingar hafa fundið á braut um stjörnu í ellefu ljósára fjarlægð frá jörðinni gæti verið heppilegri fyrir líf en margar aðrar fjarreikistjörnur sem menn hafa fundið. Móðurstjarna hennar er rólegri í tíðinni um sumar aðrar sem gæti aukið möguleikana á að líf hafi náð að þróast á reikistjörnunni. Undanfarin ár hafa fréttir borist af fundi fjölda fjarreikistjarna í svonefndu lífbelti stjarna. Lífbelti er það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður er hvorki of svalar né heitar þannig að fljótandi vatn gæti verið staðar á yfirborði reikistjörnu. Fljótandi vatn er talið grunnforsenda lífs. Gallinn við margar þessar fjarreikistjörnur er að móðurstjörnur þeirra eru virkar og spúa orkumiklum geislum út í sólkerfið. Sólvindar þeirra geta hreinlega blásið í burtu lofthjúpi þeirra og þar með útilokað möguleikann á fljótandi vatni á yfirborði þeirra. Fjarreikistjarnan Proxima b, sem fannst á braut um nálægustu stjörnuna við sólina í fyrra, er þannig líklega undir þess sök seld, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.Gas úr iðrum gæti hafa endurnýjað lofthjúpinn Ross 128 virðist hins vegar vera mun rólegri stjarna sem er laus við öflug sólgos. Það vekur mönnum von í brjósti um að Ross 128b, reikistjarna sem er gróflega á stærð við jörðina og sú eina sem gengur um stjörnuna, gæti hafa haldið lofthjúpi sínum og að þar gæti verið að finna fljótandi vatn. Líkindin við jörðina eru þó ekki alger. Nokkur óvissumörk eru um stærð Ross 128b. Hún er talin hafa rúmlega þriðjungi meiri massa en jörðin en gæti hæglega verið allt að tvöfalt massameiri, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times.Þá er Ross 128b miklu nær móðurstjörnu sinni en jörðin er sólinni. Hún er aðeins 7,4 milljón kílómetrum frá stjörnunni. Til samanburðar er Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfi okkar um 58 milljón kílómetrum frá sólinni. Ross 128 er hins vegar rauður dvergur og því nokkuð svalari en sólin okkar. Hitastigið við yfirborð fjarreikistjörnunnar er því talið vera á því bili að fljótandi vatn gæti verið þar, á bilinu -60 til 20°C. Stjarnan er talin vera að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul og hugsanlega allt að því tíu milljarða ára gömul. Jafnvel þó að hún hafi verið virkari fyrr á líftíma sínum og blásið burt lofthjúpi Ross 128b telja vísindamenn að gas úr iðrum reikistjörnunnar hefði getað myndað nýjan. Aðeins Proxima b er nær jörðinni en Ross 128b af þeim þúsundum fjarreikistjarna sem menn hafa fundið fram að þessu.Veltur á samsetningu og örlögum lofthjúps Töluverð óvissa ríkir einnig um hversu lífvænleg Ross 128b gæti verið. Það ræðst að miklu leyti af samsetningu lofthjúpsins sem menn vonast til að geta rannsakað í framtíðinni. „Við þurfum enn komast að því hvernig lofthjúpur Ross 128b er í raun. Allt eftir efnasamsetningunni og endurvörpun skýja í lofthjúpnum gæti reikistjarnan verið lífvænleg með fljótandi vatni eins og jörðin eða dauðhreinsuð eins og Venus,“ segir Nicola Astudillo-Defru frá Genfarathugunarstöðninni í Sviss sem átti þátt í fundinum við BBC. Þá varar Vladimir Airapetian, stjarneðlisfræðingur hjá Goddard-geimmiðstöð NASA, við að Ross 128 sé ekki endilega eins róleg og hún virðist. „Jafnvel þó að hún sé róleg getur útgeislun hennar á röntgengeislum og öflugum útfjólubláum geislum verið tífalt meiri en sólarinnar,“ segir Airapetian við New York Times. Sú geislun gæti dugað til að eyða lofthjúpi reikistjörnu. Vísindi Tengdar fréttir Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52 Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Reikistjarna sem stjörnufræðingar hafa fundið á braut um stjörnu í ellefu ljósára fjarlægð frá jörðinni gæti verið heppilegri fyrir líf en margar aðrar fjarreikistjörnur sem menn hafa fundið. Móðurstjarna hennar er rólegri í tíðinni um sumar aðrar sem gæti aukið möguleikana á að líf hafi náð að þróast á reikistjörnunni. Undanfarin ár hafa fréttir borist af fundi fjölda fjarreikistjarna í svonefndu lífbelti stjarna. Lífbelti er það svæði í kringum stjörnur þar sem aðstæður er hvorki of svalar né heitar þannig að fljótandi vatn gæti verið staðar á yfirborði reikistjörnu. Fljótandi vatn er talið grunnforsenda lífs. Gallinn við margar þessar fjarreikistjörnur er að móðurstjörnur þeirra eru virkar og spúa orkumiklum geislum út í sólkerfið. Sólvindar þeirra geta hreinlega blásið í burtu lofthjúpi þeirra og þar með útilokað möguleikann á fljótandi vatni á yfirborði þeirra. Fjarreikistjarnan Proxima b, sem fannst á braut um nálægustu stjörnuna við sólina í fyrra, er þannig líklega undir þess sök seld, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.Gas úr iðrum gæti hafa endurnýjað lofthjúpinn Ross 128 virðist hins vegar vera mun rólegri stjarna sem er laus við öflug sólgos. Það vekur mönnum von í brjósti um að Ross 128b, reikistjarna sem er gróflega á stærð við jörðina og sú eina sem gengur um stjörnuna, gæti hafa haldið lofthjúpi sínum og að þar gæti verið að finna fljótandi vatn. Líkindin við jörðina eru þó ekki alger. Nokkur óvissumörk eru um stærð Ross 128b. Hún er talin hafa rúmlega þriðjungi meiri massa en jörðin en gæti hæglega verið allt að tvöfalt massameiri, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times.Þá er Ross 128b miklu nær móðurstjörnu sinni en jörðin er sólinni. Hún er aðeins 7,4 milljón kílómetrum frá stjörnunni. Til samanburðar er Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfi okkar um 58 milljón kílómetrum frá sólinni. Ross 128 er hins vegar rauður dvergur og því nokkuð svalari en sólin okkar. Hitastigið við yfirborð fjarreikistjörnunnar er því talið vera á því bili að fljótandi vatn gæti verið þar, á bilinu -60 til 20°C. Stjarnan er talin vera að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul og hugsanlega allt að því tíu milljarða ára gömul. Jafnvel þó að hún hafi verið virkari fyrr á líftíma sínum og blásið burt lofthjúpi Ross 128b telja vísindamenn að gas úr iðrum reikistjörnunnar hefði getað myndað nýjan. Aðeins Proxima b er nær jörðinni en Ross 128b af þeim þúsundum fjarreikistjarna sem menn hafa fundið fram að þessu.Veltur á samsetningu og örlögum lofthjúps Töluverð óvissa ríkir einnig um hversu lífvænleg Ross 128b gæti verið. Það ræðst að miklu leyti af samsetningu lofthjúpsins sem menn vonast til að geta rannsakað í framtíðinni. „Við þurfum enn komast að því hvernig lofthjúpur Ross 128b er í raun. Allt eftir efnasamsetningunni og endurvörpun skýja í lofthjúpnum gæti reikistjarnan verið lífvænleg með fljótandi vatni eins og jörðin eða dauðhreinsuð eins og Venus,“ segir Nicola Astudillo-Defru frá Genfarathugunarstöðninni í Sviss sem átti þátt í fundinum við BBC. Þá varar Vladimir Airapetian, stjarneðlisfræðingur hjá Goddard-geimmiðstöð NASA, við að Ross 128 sé ekki endilega eins róleg og hún virðist. „Jafnvel þó að hún sé róleg getur útgeislun hennar á röntgengeislum og öflugum útfjólubláum geislum verið tífalt meiri en sólarinnar,“ segir Airapetian við New York Times. Sú geislun gæti dugað til að eyða lofthjúpi reikistjörnu.
Vísindi Tengdar fréttir Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52 Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Sólkerfið þótti mjög lífvænlegt og var talið mögulegt að vatn gæti fundist í fljótandi formi á minnst þremur reikistjörnum innan lífbeltisins. 31. ágúst 2017 20:52
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45