Lífið

Miss Universe: Arna Ýr ekki í gegnum niðurskurð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Arna Ýr Jónsdóttir var glæsileg á sviðinu í nótt.
Arna Ýr Jónsdóttir var glæsileg á sviðinu í nótt. Vísir/Getty
Hin suður-afríska Demi-Leigh Nel-Peters var krýnd Ungfrú Alheimur ársins 2017 í nótt. Arna Ýr Jónsdóttir, fulltrúi Íslands í Miss Universe í ár, komst hins vegar ekki í gegnum fyrsta niðurskurð.

Alls áttu 92 þjóðir fulltrúa í keppninni í ár. Mikið var um dýrðir eins og vænta má í Ungfrú Alheimi; hæfileikakeppni, síðkjólar, sundföt og þar fram eftir götunum.

Sjá einnig: Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas

Eftir því sem leið á kvöldið duttu keppendur úr leik. Í fyrsta niðurskurði var fækkað úr 92 niður í 16 þar sem fjórir keppendur í fjórum flokkum komust áfram. Í flokki Örnu, Evrópu, komust fulltrúar Króatíu, Írlands, Spánar og Bretlands áfram.

Það var svo fulltrúi Suður-Afríku sem stóð uppi sem sigurvegari. Það kom í raun fáum á óvart enda höfðu veðbankar og áhugamenn um keppnina lengi spáð henni kórónunni.

Augnablikið sem úrslitin voru tilkynnt má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sjáðu Örnu Ýr sýna „þjóðbúninginn“ í Miss Universe

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig undir Miss Universe keppnina sem fram fer um næstu helgi. Í gær sýndi hún "þjóðbúning“ Íslands á sérstökum viðburði í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×