Stefna á opnun Kattakaffihússins fyrir jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 20:00 Ragnheiður Birgisdóttir og Gígja Sara Björnsson opna fyrsta íslenska kattakaffihúsið innan skamms. Gígja Sara Björnsson Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir kattaeigendur og athafnakonur voru himinlifandi þegar Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í lok október breytingu um hollustuhætti sem heimilar hunda og ketti á veitingastöðum. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir konurnar því breytingin gerir þeim kleift að láta langþráðan draum raungerast. Gígja og Ragnheiður hafa gengið með þann draum í maganum að opna svokallað kattakaffihús en þau njóta sívaxandi vinsælda erlendis. Á ferðum kvennanna um heiminn rákust þær á slík kaffihús og heilluðust mjög af hugmyndinni. Stefnan er sett á opnun fyrir jól en Kattakaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti 10a. Rýmið er að sögn Gígju, lítið og notalegt. Þetta kom fyrst fram á vef Mbl.is. Hægt verður að ættleiða ketti KattakaffihússinsAðstandendur kaffihússins verða í nánu samstarfi við samtökin Villiketti og er kaffihúsið hugsað sem heimili fyrir ketti. „Það er alltaf verið að leita að litlum loðnum kettlingum og það eru bara svo margir kettir sem eru ennþá í heimilisleit þannig að þetta er hugsað þannig að fólk kynnist kisunni og kisan fólkinu og þá getur fólk ættleitt þá kisu sem því líst vel á,“ segir Gígja um hugmyndina að baki kaffihúsinu.Segir mal hafa góð áhrif á fólkKettirnir eru ekki þeir einu sem njóta góðs af kaffihúsinu sem er í býgerð því Gígja segir að margar rannsóknir sýni fram á að mal hafi róandi og góð áhrif á fólk. Umgengni við ketti hafi heilandi áhrif. „Við viljum hafa þetta huggulegt og kósí,“ segir Gígja sem bendir á að skammdegið reynist mörgum afar erfitt og einmitt þá sé gott að eiga stað sem fólk geti heimsótt og heyrt mal.Kisa Gígju, Sóleil, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar, annars eiganda Kattakaffihússins, enda tók Ragnheiður alltaf vel á móti henni.Gígja Sara BjörnssonGígja bendir á að kaffihúsið sé sérstaklega kjörið fyrir fólk sem býr í húsnæði þar sem dýrahald er með öllu bannað. „Þetta er hugsað til þess að fólk fái að hitta dýr,“ segir Gígja sem bendir á að það sé afar hentugt að börn kynnist fyrst um sinn dýrum á kaffihúsinu til þess að læra að umgangast þau. Ragnheiður og Gígja kynntust fyrst í gegnum dóttur Ragnheiðar og vinkonu Gígju. „Við bjuggum í sama húsi, hún reddaði mér íbúð fyrir neðan hennar,“ segir Gígja en Sóleil, kötturinn hennar, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar. Í samtali við Vísi í september sagði Björt Ólafsdóttir: „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Breytingin á reglugerðinni gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. Tengdar fréttir Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Umhverfisráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. 26. október 2017 10:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir kattaeigendur og athafnakonur voru himinlifandi þegar Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í lok október breytingu um hollustuhætti sem heimilar hunda og ketti á veitingastöðum. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir konurnar því breytingin gerir þeim kleift að láta langþráðan draum raungerast. Gígja og Ragnheiður hafa gengið með þann draum í maganum að opna svokallað kattakaffihús en þau njóta sívaxandi vinsælda erlendis. Á ferðum kvennanna um heiminn rákust þær á slík kaffihús og heilluðust mjög af hugmyndinni. Stefnan er sett á opnun fyrir jól en Kattakaffihúsið er staðsett á Bergstaðastræti 10a. Rýmið er að sögn Gígju, lítið og notalegt. Þetta kom fyrst fram á vef Mbl.is. Hægt verður að ættleiða ketti KattakaffihússinsAðstandendur kaffihússins verða í nánu samstarfi við samtökin Villiketti og er kaffihúsið hugsað sem heimili fyrir ketti. „Það er alltaf verið að leita að litlum loðnum kettlingum og það eru bara svo margir kettir sem eru ennþá í heimilisleit þannig að þetta er hugsað þannig að fólk kynnist kisunni og kisan fólkinu og þá getur fólk ættleitt þá kisu sem því líst vel á,“ segir Gígja um hugmyndina að baki kaffihúsinu.Segir mal hafa góð áhrif á fólkKettirnir eru ekki þeir einu sem njóta góðs af kaffihúsinu sem er í býgerð því Gígja segir að margar rannsóknir sýni fram á að mal hafi róandi og góð áhrif á fólk. Umgengni við ketti hafi heilandi áhrif. „Við viljum hafa þetta huggulegt og kósí,“ segir Gígja sem bendir á að skammdegið reynist mörgum afar erfitt og einmitt þá sé gott að eiga stað sem fólk geti heimsótt og heyrt mal.Kisa Gígju, Sóleil, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar, annars eiganda Kattakaffihússins, enda tók Ragnheiður alltaf vel á móti henni.Gígja Sara BjörnssonGígja bendir á að kaffihúsið sé sérstaklega kjörið fyrir fólk sem býr í húsnæði þar sem dýrahald er með öllu bannað. „Þetta er hugsað til þess að fólk fái að hitta dýr,“ segir Gígja sem bendir á að það sé afar hentugt að börn kynnist fyrst um sinn dýrum á kaffihúsinu til þess að læra að umgangast þau. Ragnheiður og Gígja kynntust fyrst í gegnum dóttur Ragnheiðar og vinkonu Gígju. „Við bjuggum í sama húsi, hún reddaði mér íbúð fyrir neðan hennar,“ segir Gígja en Sóleil, kötturinn hennar, var tíður gestur á heimili Ragnheiðar. Í samtali við Vísi í september sagði Björt Ólafsdóttir: „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Breytingin á reglugerðinni gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi.
Tengdar fréttir Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Umhverfisráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. 26. október 2017 10:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Umhverfisráðherra undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. 26. október 2017 10:00