Skil milli dags og nætur að mást út Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 20:45 Borgarljós London eru greinileg úr geimnum. Myndin var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2015. Vísir/AFP Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC. Vísindi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC.
Vísindi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira