Undir trénu seld um allan heim Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2017 16:30 Edda Björgvinsdóttir fer á kostum í myndinni. ljósmynd/Brynjar Snær Undir trénu hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver en þar var hún tilnefnd til Krzysztof Kieslowski verðlaunanna. Undir trénu hefur tekið þátt í þremur keppnum í USA og hlotið verðlaun á þeim öllum. Áður hafði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Fantastic Fest í Austin, Texas auk þess sem Undir trénu hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, New York. Þá birti fagtímaritið Screen Daily frétt í gær þar sem greint var frá því að myndin hefur selst feikilega vel út um allan heim Eins og áður hefur verið greint frá tryggði hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia sér réttinn á Norður-Ameríku en auk þess hefur myndin verið seld tli Skandinavíu, Frakklands, Benelúx-landanna, Stóra-Bretlands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Grikklands, Sviss, Austurríkis, Eystrasaltslandanna, Póllands, Tékklands, Króatíu, Slóvakíu, Kína, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Grímar Jónsson framleiðandi er hæstánægður með árangur myndarinnar á erlendum mörkuðum enda alls ekki sjálfgefið að mynd frá jafnlitlu málsvæði nái svo langt. „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum með breiða skírskotun en markaðurinn er erfiður og það er efitt að sjá fyrir hvað nær í gegn. Aðsóknin hér heima hefur auðvitað verið algjörlega frábær og það er gaman að finna hvað það er mikill áhuga erlendis líka. Það verður áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum þegar myndin ratar í almennar sýningar erlendis en nú er hún aðallega í spilun á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímar Jónsson sem er á leið til Los Angeles ásamt Hafsteini Gunnar Sigurðssyni leikstjóra og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Eftir helgi munu fara fram sýningar á myndinni fyrir Akademíumeðlimi en Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. Það mun svo koma í ljós um miðjan desember hvaða 9 myndir komast áfram í forvalinu. Undir trénu er enn í sýningum í kvikmyndahúsum og hafa um 42þúsund manns séð hana síðan hún var frumsýnd í byrjun september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Undir trénu hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver en þar var hún tilnefnd til Krzysztof Kieslowski verðlaunanna. Undir trénu hefur tekið þátt í þremur keppnum í USA og hlotið verðlaun á þeim öllum. Áður hafði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Fantastic Fest í Austin, Texas auk þess sem Undir trénu hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, New York. Þá birti fagtímaritið Screen Daily frétt í gær þar sem greint var frá því að myndin hefur selst feikilega vel út um allan heim Eins og áður hefur verið greint frá tryggði hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia sér réttinn á Norður-Ameríku en auk þess hefur myndin verið seld tli Skandinavíu, Frakklands, Benelúx-landanna, Stóra-Bretlands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Grikklands, Sviss, Austurríkis, Eystrasaltslandanna, Póllands, Tékklands, Króatíu, Slóvakíu, Kína, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Grímar Jónsson framleiðandi er hæstánægður með árangur myndarinnar á erlendum mörkuðum enda alls ekki sjálfgefið að mynd frá jafnlitlu málsvæði nái svo langt. „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum með breiða skírskotun en markaðurinn er erfiður og það er efitt að sjá fyrir hvað nær í gegn. Aðsóknin hér heima hefur auðvitað verið algjörlega frábær og það er gaman að finna hvað það er mikill áhuga erlendis líka. Það verður áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum þegar myndin ratar í almennar sýningar erlendis en nú er hún aðallega í spilun á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímar Jónsson sem er á leið til Los Angeles ásamt Hafsteini Gunnar Sigurðssyni leikstjóra og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Eftir helgi munu fara fram sýningar á myndinni fyrir Akademíumeðlimi en Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. Það mun svo koma í ljós um miðjan desember hvaða 9 myndir komast áfram í forvalinu. Undir trénu er enn í sýningum í kvikmyndahúsum og hafa um 42þúsund manns séð hana síðan hún var frumsýnd í byrjun september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira