Áður hafði breski leikarinn Daniel Craig farið með hlutverk blaðamannsins í endurgerð Sony á myndinni Karlar sem hata konur, en á ensku fékk hún heitið The Girl With the Dragon Tattoo. Sú mynd kom út árið 2011.
Variety greinir frá því að Sverrir Guðnason muni leika blaðamanninn í annarri myndinni, Stúlkan sem lék sér að eldinum en á ensku ber hún heitið The Girl in the Spider´s Web.

Claes Bang, sem leikur í verðlaunamyndinni The Square, mun leika illmenni myndarinnar.
Búist er við að tökur hefjist í janúar í Berlín og Stokkhólmi en Variety segir áætlaðan frumsýningardag myndarinnar vera 19. október á næsta ári.
Leikstjóri myndarinnar verður Fede Alvarez sem á að baki myndina Don´t Breathe sem kom út í fyrra.
Sverrir sást síðast í hlutverki tenniskappans Björns Borg í myndinni Bjorg/McEnroe þar sem hann lék á móti bandaríska leikaranum Shia Lebouf sem fór með hlutverk John McEnroe.