Baráttan heldur áfram hjá Michael Schumacher Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 08:30 Jean Todt og Michael Schumacher voru óstöðvandi saman. vísir/getty Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1 segir sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher enn vera „að berjast“ eins og hann orðar það en þýski ökuþórinn lenti í skelfilegu slysi árið 2013. Express greinir frá. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði þegar hann var á skíðum í frönsku ölpunum árið 2013 en hann hefur ekki sést síðan að slysið varð fyrir fjórum árum. Hann var lengi á spítala en er undir stöðugri ummönnun heima hjá sér. Todt var tekinn inn í frægðarhöll Formúlu 1 á mánudagskvöldið og hélt við tilefnið tilfinningaþrungna ræðu um Schumacher en Todt var liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins þegar sá þýski var ósnertanlegur í rauða bílnum. „Við söknum Michael. Hann er enn þá þarna að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mér mjög sérstakur og hann var einstakur fyrir bílaíþróttir. Hann á sérstakan stað í hjarta mínu. Hann er vinur minn,“ sagði Todt. Sabine Kehm, sem sá um öll mál fyrir Michael Schumacher, tók einnig til máls við inntöku Todt í frægðarhöllina og talaði um þann þýska sem margir telja vera þann besta í sögunni. „Við vitum öll að Michael Schumacher ætti að vera hérna og ég veit að hann hefði elskað það. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllumhérna inni. Það væri honum heiður að vera hérna,“ sagði Sabine Kehm. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1 segir sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher enn vera „að berjast“ eins og hann orðar það en þýski ökuþórinn lenti í skelfilegu slysi árið 2013. Express greinir frá. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði þegar hann var á skíðum í frönsku ölpunum árið 2013 en hann hefur ekki sést síðan að slysið varð fyrir fjórum árum. Hann var lengi á spítala en er undir stöðugri ummönnun heima hjá sér. Todt var tekinn inn í frægðarhöll Formúlu 1 á mánudagskvöldið og hélt við tilefnið tilfinningaþrungna ræðu um Schumacher en Todt var liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins þegar sá þýski var ósnertanlegur í rauða bílnum. „Við söknum Michael. Hann er enn þá þarna að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mér mjög sérstakur og hann var einstakur fyrir bílaíþróttir. Hann á sérstakan stað í hjarta mínu. Hann er vinur minn,“ sagði Todt. Sabine Kehm, sem sá um öll mál fyrir Michael Schumacher, tók einnig til máls við inntöku Todt í frægðarhöllina og talaði um þann þýska sem margir telja vera þann besta í sögunni. „Við vitum öll að Michael Schumacher ætti að vera hérna og ég veit að hann hefði elskað það. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllumhérna inni. Það væri honum heiður að vera hérna,“ sagði Sabine Kehm.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti