Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 06:17 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury. Getty Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári. Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári.
Mest lesið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein