Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2017 16:01 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/afp Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni. MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Ástralski leikarinn Geoffrey Rush lét af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar fáeinum dögum eftir að mikilsvirtu áströlsku leikfélagi barst ásökun um „ósæmilega hegðun“ leikarans, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Rush þvertekur fyrir að hafa hegðað sér á ósæmilegan hátt við störf sín fyrir The Sydney Theatre Company, mikilsvirt leikfélag í Ástralíu. Fyrir um tveimur árum fór Rush með aðalhlutverk í uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi en svo virðist sem ásakanirnar megi rekja til þeirrar sýningar. Í tilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, sagði Rush að hann teldi ósanngjarnt að samstarfsfólk hans yrði á einhvern hátt bendlað við ásakanir á borð við þær sem gefnar hafa verið út á hendur honum. Þá sagði Rush það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga til hliðar sem formaður áströlsku kvikmyndaakademíunnar en taldi tafarlausa afsögn hið rétta í stöðunni „þangað til málið hefur verið leyst.“ Talið að leikkona hafi sakað Rush um áreitni Ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá The Sidney Theatre Company um ásakanirnar eða eðli hinnar „ósæmilegu hegðunar“ sem Rush er sakaður um. Samkvæmt tilkynningu frá leikfélaginu vill umkvörtunaraðilinn að trúnaður ríki um meðferð málsins og að Rush verði ekki viðriðinn frekari rannsókn. Samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu sakaði leikkona, sem starfaði við uppsetningu leikfélagsins á Lé konungi, Rush um að hafa snert sig á óviðeigandi hátt. Rush hefur starfað sem leikari hjá The Sidney Theatre Company í 35 ár. Rush, sem er 66 ára gamall, hlaut Óskarsverðlaun árið 1997 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Shine og hefur þess utan verið tilnefndur þrisvar til verðlaunanna. Hann er þó einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barbossa kapteinn í Pirates of the Caribbean-kvikmyndaseríunni.
MeToo Ástralía Bíó og sjónvarp Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira