Alejandro lýtur engum reglum í Sicario 2 Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 22:22 Benicio del Toro í Josh Brolin í Sicario 2. IMDB Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikararnir Benicio Del Toro og Josh Brolin snúa aftur sem Alejandro og Matt Graver í Sicario 2: Soldado. Fyrri myndin kom út árið 2015 og hlaut mikið lof og tilnefningar til þriggja Óskarsverðlauna. Þar á meðal hlaut íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Jóhann snýr þó ekki aftur í þessari framhaldsmynd heldur er það íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir sem semur tónlistina fyrir þessa mynd.Hildur hefur tvívegis unnið til Edduverðlauna fyrir tónlist, annars vegar fyrir Eiðinn og hins vegar fyrir Ófærð en hún deildi þeim verðlaunum með Jóhanni Jóhannssyni og Rutger Hoedmaekers. Í Sicario 2 hefur hefur enn frekari harka færst í baráttuna við eiturlyfjasamtök á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Hafa eiturlyfjasamtökin meðal annars tekið upp á því að smygla hryðjuverkamönnum yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að berjast gegn þessu er leitað til CIA-fulltrúans Matt Graver sem hefur samband við hinn leyndardómsfulla Alejandro og tilkynnir honum að í þetta skiptið þurfi hann ekki að fara eftir neinum reglum. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Denis Villeneuve, er fjarri góðu gamni og hefur leikstjórinn Stefano Sollima tekið við stjórntaumunum. Þá mun Emily Blunt ekki snúa aftur sem Kate Macer úr fyrri myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní á næsta ári. Hér fyrir neðan má heyra brot úr tónlist Jóhanns úr Sicario.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira