Nýjasta mynd Clint Eastwood skartar alvöru hetjum í aðalhlutverki Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2017 15:43 Myndin segir frá því þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest. Stikla hefur litið dagsins ljós úr nýjustu kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Myndin segir frá þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest í Frakklandi í ágúst árið 2015. Eastwood fór heldur óvenjulega leið við að færa þessa sögu yfir á hvíta tjaldið því hann ákvað að fá hetjurnar sjálfar sem komu í veg fyrir árásina til að leika sjálfa sig í þessari sannsögulegu mynd. Mennirnir eru Anthony Sadler, Alek Skarlatos sem var í þjóðvarðliði Bandaríkjanna og Spencer Stone sem var í flugher Bandaríkjanna. Myndin segir frá lífshlaupi þeirra áður en að árásinni sjálfri kemur. 21. ágúst árið 2015 fór meðlimur hryðjuverkasamtakanna ISIS um borð í lestina, sem var á leið Brussel í Belgíu til Parísar í Frakklandi. Sá var sagður með skotfæri til að myrða rúmlega 500 manns. Hann ruddist út af salerni lestarinnar tilbúinn að myrða farþega þegar Bandaríkjamennirnir þrír létu til skara skríða og afvopnuðu hann. Myndin ber heitið The 15:17 To Paris og verður sem fyrr segir frumsýnd í febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stikla hefur litið dagsins ljós úr nýjustu kvikmynd Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Myndin segir frá þegar þrír Bandaríkjamenn komu í veg fyrir hryðjuverkaárás í lest í Frakklandi í ágúst árið 2015. Eastwood fór heldur óvenjulega leið við að færa þessa sögu yfir á hvíta tjaldið því hann ákvað að fá hetjurnar sjálfar sem komu í veg fyrir árásina til að leika sjálfa sig í þessari sannsögulegu mynd. Mennirnir eru Anthony Sadler, Alek Skarlatos sem var í þjóðvarðliði Bandaríkjanna og Spencer Stone sem var í flugher Bandaríkjanna. Myndin segir frá lífshlaupi þeirra áður en að árásinni sjálfri kemur. 21. ágúst árið 2015 fór meðlimur hryðjuverkasamtakanna ISIS um borð í lestina, sem var á leið Brussel í Belgíu til Parísar í Frakklandi. Sá var sagður með skotfæri til að myrða rúmlega 500 manns. Hann ruddist út af salerni lestarinnar tilbúinn að myrða farþega þegar Bandaríkjamennirnir þrír létu til skara skríða og afvopnuðu hann. Myndin ber heitið The 15:17 To Paris og verður sem fyrr segir frumsýnd í febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira