46 Jesúbörn færa jólin í bæinn 14. desember 2017 12:00 Sigurveig H. Sigurðardóttir á fjárhúsið og jólaguðspjallið í ýmsum útgáfum sem mynda einskonar jólaþorp. ?MYND/Stefán Sigurveig Huld Sigurðardóttir hefur safnað jólajötum síðan um aldamót og á orðið dágott safn sem vinir og velunnarar hafa fært henni úr öllum heimshornum. Hin heilaga fjölskylda er til í ýmsum útgáfum og færir jólaandann í hvern krók og kima á heimilinu. Jólajötur eru stór hluti jólahalds í hinum kaþólska heimi en talið er að heilagur Franz frá Assisi hafi búið til fyrstu jötuna árið 1223 og stillt henni upp í kirkju til að sýna aðstæður í Betlehem en hann hafði farið á fæðingarstað frelsarans í pílagrímsferð. Með siðbótinni var hætt að stilla jötunum upp í kirkjum en fólk fór þá að búa til minni útgáfur til einkanota. Fyrsta jatan í safninu kemur alla leið frá Mexíkó. „Ég keypti þá fyrstu í Mexíkó af því mér fannst hún svo falleg og skemmtileg og hafði á heiðursstað í stofunni á jólum. Dóttir mín gaf mér svo eina undurfallega og pínulitla sem hún keypti á markaði á Frakklandi nokkrum árum síðar og árið eftir gaf systir mín mér útskorna jötu frá Mósambík. Og þar með má segja að ég hafi verið farin að safna jötum,“ segir Sigurveig um tildrög safnsins. „Vinir og vandamenn gripu svo hugmyndina á lofti og fóru að gefa mér jötur við flest tækifæri, aðallega samt í jólagjöf.“ Sigurveig fór í kjölfarið ósjálfrátt að leita að jötum á ferðalögum. „Mér er minnisstætt þegar ég fór í minjagripaverslun í Sankti Pétursborg þar sem var allt krökkt af rússneskum babúskudúkkum af öllum stærðum og gerðum. Ég rak allt í einu augun í eina jötu innan um allar þessar babúskur og keypti hana að sjálfsögðu.“ Í safninu eru nú 46 jötur hvaðanæva úr heiminum, frá Chile, Kúbu, úr klaustri í Brugge í Belgíu og frá Bolzano á Ítalíu svo nokkur dæmi séu nefnd. „Í Bolzano fann ég líka jötusafn sem var opnað sérstaklega fyrir jötusafnara frá Íslandi þar sem við vorum á ferðinni utan hefðbundins opnunartíma. Jöturnar þar voru flestar úr klaustrum og það var alveg stórkostlegt að skoða hvernig ólíkir menningarheimar og kynslóðir höfðu kosið að gera þessari sögu skil og færa fæðingu frelsarans nær eigin raunveruleika.“ Jesús, María, Jósef og kýrin syngja jólasálma í fjárhúsinu sem fannst á útimarkaði á Kúbu fyrir nokkrum árum. Jólajata samanstendur oftast af fjárhúsi þar sem eru yfirleitt María og Jósef og Jesúbarnið, vitringar, fjárhirðar, kindur, asnar og kýr. „Eina íslenska jatan mín er hins vegar bara Jesúbarnið og María og ég hef velt því fyrir mér hvort það sé nóg. Kunningjakona mín á nokkrar jötur líka og hún kallar þær „fjölskylduna“, með vísun í hina helgu fjölskyldu, og þá finnst mér allar fjölskyldugerðir jafnréttháar innan þessa forms.“ Hin heilaga fjölskylda leiðir hugann óneitanlega til Barcelona og helsta kennileitis borgarinnar, Kirkju fjölskyldunnar helgu eða La Sagrada Familia. „Ég rakst einmitt á eina jötu í Barcelona í fyrra í fánalitum Katalóníu, nokkuð sem minnir á sig þessa dagana. Og ég gat ekki stillt mig um að kaupa hana.“ Þessi jata kemur frá Katalóníu og fjölskyldan er öll í katalónísku fánalitunum. Sigurveig viðurkennir að geta oft ekki stillt sig þegar jötur eru annars vegar. „En nú er ég farin að gera kröfur um að þær séu sérstakar og bæti nýrri vídd í safnið mitt. Ég fékk til að mynda tækifæri til að heimsækja Betlehem í sumar og það var auðvitað mikil upplifun fyrir jötusafnara. Og ég þurfti auðvitað að taka með mér eina jötu þaðan.“ Hún viðurkennir að jöturnar séu henni miskærar þó flestar veki upp góðar minningar. „Margar þeirra eru gjafir frá fólki sem mér þykir vænt um og mér finnst alltaf yndislegt að raða þeim upp í aðdraganda jóla. Þær eru mjög ólíkar, mér er sagt að ein sú elsta sé hundrað ára, sumar eru með ljósum, aðrar eru spiladósir eða snjókúlur, sumar er hægt að hengja á tré en öðrum þarf að stilla upp.“ Með árunum eru jöturnar farnar að taka meira pláss í stofunni og 46 Jesúbörn sjá til þess að jólin komi nú örugglega. Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Sigurveig Huld Sigurðardóttir hefur safnað jólajötum síðan um aldamót og á orðið dágott safn sem vinir og velunnarar hafa fært henni úr öllum heimshornum. Hin heilaga fjölskylda er til í ýmsum útgáfum og færir jólaandann í hvern krók og kima á heimilinu. Jólajötur eru stór hluti jólahalds í hinum kaþólska heimi en talið er að heilagur Franz frá Assisi hafi búið til fyrstu jötuna árið 1223 og stillt henni upp í kirkju til að sýna aðstæður í Betlehem en hann hafði farið á fæðingarstað frelsarans í pílagrímsferð. Með siðbótinni var hætt að stilla jötunum upp í kirkjum en fólk fór þá að búa til minni útgáfur til einkanota. Fyrsta jatan í safninu kemur alla leið frá Mexíkó. „Ég keypti þá fyrstu í Mexíkó af því mér fannst hún svo falleg og skemmtileg og hafði á heiðursstað í stofunni á jólum. Dóttir mín gaf mér svo eina undurfallega og pínulitla sem hún keypti á markaði á Frakklandi nokkrum árum síðar og árið eftir gaf systir mín mér útskorna jötu frá Mósambík. Og þar með má segja að ég hafi verið farin að safna jötum,“ segir Sigurveig um tildrög safnsins. „Vinir og vandamenn gripu svo hugmyndina á lofti og fóru að gefa mér jötur við flest tækifæri, aðallega samt í jólagjöf.“ Sigurveig fór í kjölfarið ósjálfrátt að leita að jötum á ferðalögum. „Mér er minnisstætt þegar ég fór í minjagripaverslun í Sankti Pétursborg þar sem var allt krökkt af rússneskum babúskudúkkum af öllum stærðum og gerðum. Ég rak allt í einu augun í eina jötu innan um allar þessar babúskur og keypti hana að sjálfsögðu.“ Í safninu eru nú 46 jötur hvaðanæva úr heiminum, frá Chile, Kúbu, úr klaustri í Brugge í Belgíu og frá Bolzano á Ítalíu svo nokkur dæmi séu nefnd. „Í Bolzano fann ég líka jötusafn sem var opnað sérstaklega fyrir jötusafnara frá Íslandi þar sem við vorum á ferðinni utan hefðbundins opnunartíma. Jöturnar þar voru flestar úr klaustrum og það var alveg stórkostlegt að skoða hvernig ólíkir menningarheimar og kynslóðir höfðu kosið að gera þessari sögu skil og færa fæðingu frelsarans nær eigin raunveruleika.“ Jesús, María, Jósef og kýrin syngja jólasálma í fjárhúsinu sem fannst á útimarkaði á Kúbu fyrir nokkrum árum. Jólajata samanstendur oftast af fjárhúsi þar sem eru yfirleitt María og Jósef og Jesúbarnið, vitringar, fjárhirðar, kindur, asnar og kýr. „Eina íslenska jatan mín er hins vegar bara Jesúbarnið og María og ég hef velt því fyrir mér hvort það sé nóg. Kunningjakona mín á nokkrar jötur líka og hún kallar þær „fjölskylduna“, með vísun í hina helgu fjölskyldu, og þá finnst mér allar fjölskyldugerðir jafnréttháar innan þessa forms.“ Hin heilaga fjölskylda leiðir hugann óneitanlega til Barcelona og helsta kennileitis borgarinnar, Kirkju fjölskyldunnar helgu eða La Sagrada Familia. „Ég rakst einmitt á eina jötu í Barcelona í fyrra í fánalitum Katalóníu, nokkuð sem minnir á sig þessa dagana. Og ég gat ekki stillt mig um að kaupa hana.“ Þessi jata kemur frá Katalóníu og fjölskyldan er öll í katalónísku fánalitunum. Sigurveig viðurkennir að geta oft ekki stillt sig þegar jötur eru annars vegar. „En nú er ég farin að gera kröfur um að þær séu sérstakar og bæti nýrri vídd í safnið mitt. Ég fékk til að mynda tækifæri til að heimsækja Betlehem í sumar og það var auðvitað mikil upplifun fyrir jötusafnara. Og ég þurfti auðvitað að taka með mér eina jötu þaðan.“ Hún viðurkennir að jöturnar séu henni miskærar þó flestar veki upp góðar minningar. „Margar þeirra eru gjafir frá fólki sem mér þykir vænt um og mér finnst alltaf yndislegt að raða þeim upp í aðdraganda jóla. Þær eru mjög ólíkar, mér er sagt að ein sú elsta sé hundrað ára, sumar eru með ljósum, aðrar eru spiladósir eða snjókúlur, sumar er hægt að hengja á tré en öðrum þarf að stilla upp.“ Með árunum eru jöturnar farnar að taka meira pláss í stofunni og 46 Jesúbörn sjá til þess að jólin komi nú örugglega.
Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira