Lawrence leikur Agnesi Magnúsdóttur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:02 Jennifer Lawrence hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Vísir/Getty Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stórstjarnan Jennifer Lawrence, sem er hvað þekktust fyrir leik sinni í Hungurleika-þríleiknum, mun fara með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í kvikmyndinni Burial Rites. Þá mun Lawrence einnig vera einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt verður af hinum ítalska Luca Guadagnino. Myndin Burial Rites byggir á samnefndri bók Hönnun Kent frá árinu 2013 en hún bar nafnið Náðarstund á íslensku. Í bókinni er fjallað um örlög Agnesar Magnúsdóttur sem var hálshöggvin þann 12. janúar 1830 í síðustu aftökunni sem framkvæmd var á Íslandi. Ef marka má Variety, sem greindi frá ráðningunni í gær, mun myndin hverfast um þann tíma sem líður frá morði Agnesar á elskhuga sínum allt þar til dauðadómurinn er staðfestur. Á því tímabili myndar hún „tilfinningaleg og rómantísk tengsl á meðan hún veltir vöngum yfir brotum sínum,“ eins og það er orðað á vef Variety. Ekki liggur fyrir hver mun fara með hlutverk hins myrta Natans Ketilssonar eða unga aðstoðarprestsins sem Agnes fellur fyrir. Meðal annarra framleiðenda myndarinnar verða Allison Shearmur sem meðal annars kom að gerð kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Hún mun jafnframt koma að gera annarri kvikmynd í Stjörnustríðsbálknum - Solo: A Star Wars Story.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira