Ofurkarlar í skugga Kraftaverkakonunnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. desember 2017 17:00 Ellismellirnir frá DC reyna að fóta sig á breyttum tímum. Hasarblaðahetjur hafa skotið upp kollinum í bíó af og til í gegnum áratugina. Eftir að Marvel tefldi Iron Man fram 2008 og hóf þar með óslitna sigurgöngu sína í kvikmyndum hafa ofurhetjumyndirnar hrúagst inn og í ár voru þær sex talsins. Marvel bauð upp á þrjár; Spider-Man: Homecoming, Thor: Ragnarok og Guardians of the Galaxy Vol. 2. DC var með tvær; Wonder Woman og The Justice League og Twentieth Century Fox splæsti í svanasöng Hughs Jackman í hlutverki Wolverine úr X-Men í Logan. DC-myndir síðustu ára hafa ekki virkað nógu vel en 2017 er besta ár myndasögurisans hingað til og munar þar mest um Wonder Woman sem heillaði áhorfendur í sumar, skilaði stórgróða og sló ýmis met. DC sleppti Wonder Woman lausri í sumar í samnefndri mynd og í vetur mætti hún aftur til leiks ásamt félögum sínum Superman, Batman, The Flash, Aquaman og Cyborg. Saman mynda þau gengið The Justice League og þar skyggir hún heldur betur á karlana.Þrumuguðinn Þór, fulltrúi Norðurlandanna í ofurhetjuheiminum, var sigursæll í sumar.DC og öldungadeildin DC-myndasögurisinn hefur á síðustu árum reynt að virkja hetjur sínar á svipaðan hátt og Marvel en gengur illa að finna taktinn. Superman-myndin Man of Steel frá 2013 olli vonbrigðum og sömu sögu er að segja af Batman v Superman: Dawn of Justice frá því í fyrra. Myndin var upptakturinn fyrir Justice League sem var frumsýnd í nóvember en í henni hefur Batman smalað saman fleiri DC-hetjum og myndað ofurhetjugengi ekki ósvipað The Avengers. Þessar myndir hafa skilað ágætis pening í kassann þótt ánægjan með þær sé takmörkuð. The Avengers eru miklu skemmtilegri en Justice League og á meðan Marvel fer eftir nákvæmu plani og stígur ekki feilspor virðast ákvarðanir DC handahófskenndar og losarabragur á þessu öllu saman. Meginvandi DC er hversu gamlar og staðnaðar persónurnar eru, auk þess sem þær eru sumar hverjar guðlegar og verður vart í hel komið. Batman er langskemmtilegastur og margbrotnastur en nýtur sín illa í þessum hópi. Einn og sér stendur hann iðulega fyrir sínu. Superman kom fyrst fram í myndasögu 1938, fyrir 79 árum síðan. Batman er aðeins ári yngri. The Flash birtist fyrst 1940 og ári síðar stigu Wonder Woman og Aquaman fram. Captain America er aldursforsetinn hjá Marvel, jafngamall Wonder Woman, en Hulk, Spider-Man og Thor eru aðeins 55 ára og hafa verið að síðan 1962. Iron Man fylgdi síðan í kjölfarið ári síðar.Amazónan Díana er kraftaverkakona sumarsins og rétti hlut DC í slagnum við Marvel.Mannlegi þátturinn Grundvallarmunurinn á DC-hetjunum annars vegar og Marvel-hetjum meistara Stans Lee liggur í því að Marvel-hetjurnar eru miklu mannlegri. Superman er nánast guðleg vera, sendur af föður sínum utan úr geimi til þess að leiða mannkyn til betri vegar. Aquaman er síðan hvorki meira né minna en konungur neðansjávarríkisins Atlantis. Wonder Woman, Díana, á rætur að rekja til grískrar goðafræði. Hún er Amazóna, dóttir Hippólýtu drottningar. Hún elst upp í kvennaveldi á paradísareyju en heldur til mannheima til þess að stöðva stríðsbrölt sem gráðugir og heimskir karlmenn keyra áfram af miklum feðraveldismóð. Þetta flekklausa lið býður ekki upp á mikil tilþrif í persónusköpun á meðan Marvel-liðið er spriklandi fjörugt. Iron Man er moldríkur og hrokafullur alkóhólisti, Spider-Man er gelgja og Hulk á við stórkostlegar persónuleikaraskanir að stríða með tilheyrandi æðisköstum. Lesendur og áhorfendur eiga því óhjákvæmilega auðveldara með að tengja við þennan mannskap.The Guardians of the Galaxy sneru aftur í fjörugri framhaldsmynd.Feðraveldishrellirinn Díana Díana prinsessa æfir vopnaburð og ýmsar íþróttir aðrar í öruggum og fallegum heimi Amazónanna á fjarlægri eyju þar sem karlmann er hvergi að sjá. Þegar breskan njósnara rekur á fjörur hennar fréttir hún af stríðinu mikla, fyrri heimsstyrjöldinni, og áttar sig á að stríðsguðinn Ares stendur á bak við hörmungarnar og keyrir her Þjóðverja áfram. Við þetta má ekki una, Díana grípur sverð sitt, skjöld og töfrasvipu og vindur sér í átökin. Wonder Woman er mætt til leiks og bjargar því sem bjargað verður. Hún lætur þó ekki aðeins til sín taka á vígvellinum heldur hristir hún vel upp í feðraveldinu og herráðinu í London þar sem gamlir og krumpaði karlpungar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið þegar þessi glæsilega, ákveðna kona í fullum herklæðum segir þeim til syndanna. Ísraelska leikkonan Gal Gadot leikur Díönu með glæsibrag og velgengni myndarinnar hefur þegar tryggt að önnur mynd verður gerð um Wonder Woman auk þess sem hún er lykilpersóna í Justice League sem einnig verður gert framhald af. Wonder Woman sló í gegn í sumar og þessi mynd er fyrsta tilraun DC sem virkar almennilega síðan fyrirtækið sigldi í kjölfar vinsælda Marvel-myndanna. Marvel var í góðum málum á þessu ári með fína Spider-Man mynd, áframhaldandi stuð í The Guardians of the Galaxy 2 og okkar maður, þrumuguðinn Þór, stóð sig með stakri prýði í Thor: Ragnarok. En Wonder Woman er þó líklega best heppnaða ofurhetjumynd ársins.Hugh Jackman kvaddi hlutverk Wolverine senmma ár. Orðinn gamall og lúinn en ljóngrimmur að vanda.Tvær valkyrjur Leikstjóri myndarinnar, Patty Jenkins, fann rétta tóninn og þótt Díana sé óneitanlega voða sæt og sexí eru femínískir undirtónar í myndinni. Díana er aðaltöffarinn og alls ekkert „gluggaskraut“. Vinsældir myndarinnar verða því vonandi og að öllum líkindum boðberi nýrra tíma í persónusköpun kvenhetja í hasarmyndum. Jenkins segir að þótt mynd fjalli um konu geri það hana ekki sjálfkrafa að „konumynd“. Wonder Woman sé einfaldlega mynd um hetju. Myndin skilaði rúmlega 800 milljónum dollara á heimsvísu og er tekjuhæsta kvikmynd sem kona hefur leikstýrt. Þrátt fyrir vinsældirnar, velgengnina og ofsagróðann þarf Jenkins enn að berjast við karlaveldið í Hollywood. Hún fékk eina milljón dollara fyrir vinnu sína við myndina en er orðin launahæsti kvenleikstjóri sögunnar eftir að hafa samið um 7-9 milljónir dollara fyrir Wonder Woman 2. Hún er þó sögð hafa þurft að berjast harkalega fyrir launahækkuninni. Hún fór fram á sambærileg laun og Zack Snyder hefur fengið fyrir Man of Steel og Batman v Superman: Dawn of Justice en hann hefur hækkað í launum vafningalaust á milli mynda. Samt hafa gagnrýnendur tekið þeim báðum heldur fálega og Wonder Woman er fyrsta DC-myndin í þessari umferð sem ekki hefur lent í hakkavél gagnrýnenda. Jenkins og Wonder Woman eru í hörkusókn og ofurhetjubíóárið 2017 var þeirra. Jenkins sló met, braut múra og vinnur í raun afrek með fyrstu almennilegu DC-myndinni. Wonder Woman sjálf stendur síðan uppi sem sigurvegari og aðalvítamínsprautan í tveimur risamyndum á árinu. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hasarblaðahetjur hafa skotið upp kollinum í bíó af og til í gegnum áratugina. Eftir að Marvel tefldi Iron Man fram 2008 og hóf þar með óslitna sigurgöngu sína í kvikmyndum hafa ofurhetjumyndirnar hrúagst inn og í ár voru þær sex talsins. Marvel bauð upp á þrjár; Spider-Man: Homecoming, Thor: Ragnarok og Guardians of the Galaxy Vol. 2. DC var með tvær; Wonder Woman og The Justice League og Twentieth Century Fox splæsti í svanasöng Hughs Jackman í hlutverki Wolverine úr X-Men í Logan. DC-myndir síðustu ára hafa ekki virkað nógu vel en 2017 er besta ár myndasögurisans hingað til og munar þar mest um Wonder Woman sem heillaði áhorfendur í sumar, skilaði stórgróða og sló ýmis met. DC sleppti Wonder Woman lausri í sumar í samnefndri mynd og í vetur mætti hún aftur til leiks ásamt félögum sínum Superman, Batman, The Flash, Aquaman og Cyborg. Saman mynda þau gengið The Justice League og þar skyggir hún heldur betur á karlana.Þrumuguðinn Þór, fulltrúi Norðurlandanna í ofurhetjuheiminum, var sigursæll í sumar.DC og öldungadeildin DC-myndasögurisinn hefur á síðustu árum reynt að virkja hetjur sínar á svipaðan hátt og Marvel en gengur illa að finna taktinn. Superman-myndin Man of Steel frá 2013 olli vonbrigðum og sömu sögu er að segja af Batman v Superman: Dawn of Justice frá því í fyrra. Myndin var upptakturinn fyrir Justice League sem var frumsýnd í nóvember en í henni hefur Batman smalað saman fleiri DC-hetjum og myndað ofurhetjugengi ekki ósvipað The Avengers. Þessar myndir hafa skilað ágætis pening í kassann þótt ánægjan með þær sé takmörkuð. The Avengers eru miklu skemmtilegri en Justice League og á meðan Marvel fer eftir nákvæmu plani og stígur ekki feilspor virðast ákvarðanir DC handahófskenndar og losarabragur á þessu öllu saman. Meginvandi DC er hversu gamlar og staðnaðar persónurnar eru, auk þess sem þær eru sumar hverjar guðlegar og verður vart í hel komið. Batman er langskemmtilegastur og margbrotnastur en nýtur sín illa í þessum hópi. Einn og sér stendur hann iðulega fyrir sínu. Superman kom fyrst fram í myndasögu 1938, fyrir 79 árum síðan. Batman er aðeins ári yngri. The Flash birtist fyrst 1940 og ári síðar stigu Wonder Woman og Aquaman fram. Captain America er aldursforsetinn hjá Marvel, jafngamall Wonder Woman, en Hulk, Spider-Man og Thor eru aðeins 55 ára og hafa verið að síðan 1962. Iron Man fylgdi síðan í kjölfarið ári síðar.Amazónan Díana er kraftaverkakona sumarsins og rétti hlut DC í slagnum við Marvel.Mannlegi þátturinn Grundvallarmunurinn á DC-hetjunum annars vegar og Marvel-hetjum meistara Stans Lee liggur í því að Marvel-hetjurnar eru miklu mannlegri. Superman er nánast guðleg vera, sendur af föður sínum utan úr geimi til þess að leiða mannkyn til betri vegar. Aquaman er síðan hvorki meira né minna en konungur neðansjávarríkisins Atlantis. Wonder Woman, Díana, á rætur að rekja til grískrar goðafræði. Hún er Amazóna, dóttir Hippólýtu drottningar. Hún elst upp í kvennaveldi á paradísareyju en heldur til mannheima til þess að stöðva stríðsbrölt sem gráðugir og heimskir karlmenn keyra áfram af miklum feðraveldismóð. Þetta flekklausa lið býður ekki upp á mikil tilþrif í persónusköpun á meðan Marvel-liðið er spriklandi fjörugt. Iron Man er moldríkur og hrokafullur alkóhólisti, Spider-Man er gelgja og Hulk á við stórkostlegar persónuleikaraskanir að stríða með tilheyrandi æðisköstum. Lesendur og áhorfendur eiga því óhjákvæmilega auðveldara með að tengja við þennan mannskap.The Guardians of the Galaxy sneru aftur í fjörugri framhaldsmynd.Feðraveldishrellirinn Díana Díana prinsessa æfir vopnaburð og ýmsar íþróttir aðrar í öruggum og fallegum heimi Amazónanna á fjarlægri eyju þar sem karlmann er hvergi að sjá. Þegar breskan njósnara rekur á fjörur hennar fréttir hún af stríðinu mikla, fyrri heimsstyrjöldinni, og áttar sig á að stríðsguðinn Ares stendur á bak við hörmungarnar og keyrir her Þjóðverja áfram. Við þetta má ekki una, Díana grípur sverð sitt, skjöld og töfrasvipu og vindur sér í átökin. Wonder Woman er mætt til leiks og bjargar því sem bjargað verður. Hún lætur þó ekki aðeins til sín taka á vígvellinum heldur hristir hún vel upp í feðraveldinu og herráðinu í London þar sem gamlir og krumpaði karlpungar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið þegar þessi glæsilega, ákveðna kona í fullum herklæðum segir þeim til syndanna. Ísraelska leikkonan Gal Gadot leikur Díönu með glæsibrag og velgengni myndarinnar hefur þegar tryggt að önnur mynd verður gerð um Wonder Woman auk þess sem hún er lykilpersóna í Justice League sem einnig verður gert framhald af. Wonder Woman sló í gegn í sumar og þessi mynd er fyrsta tilraun DC sem virkar almennilega síðan fyrirtækið sigldi í kjölfar vinsælda Marvel-myndanna. Marvel var í góðum málum á þessu ári með fína Spider-Man mynd, áframhaldandi stuð í The Guardians of the Galaxy 2 og okkar maður, þrumuguðinn Þór, stóð sig með stakri prýði í Thor: Ragnarok. En Wonder Woman er þó líklega best heppnaða ofurhetjumynd ársins.Hugh Jackman kvaddi hlutverk Wolverine senmma ár. Orðinn gamall og lúinn en ljóngrimmur að vanda.Tvær valkyrjur Leikstjóri myndarinnar, Patty Jenkins, fann rétta tóninn og þótt Díana sé óneitanlega voða sæt og sexí eru femínískir undirtónar í myndinni. Díana er aðaltöffarinn og alls ekkert „gluggaskraut“. Vinsældir myndarinnar verða því vonandi og að öllum líkindum boðberi nýrra tíma í persónusköpun kvenhetja í hasarmyndum. Jenkins segir að þótt mynd fjalli um konu geri það hana ekki sjálfkrafa að „konumynd“. Wonder Woman sé einfaldlega mynd um hetju. Myndin skilaði rúmlega 800 milljónum dollara á heimsvísu og er tekjuhæsta kvikmynd sem kona hefur leikstýrt. Þrátt fyrir vinsældirnar, velgengnina og ofsagróðann þarf Jenkins enn að berjast við karlaveldið í Hollywood. Hún fékk eina milljón dollara fyrir vinnu sína við myndina en er orðin launahæsti kvenleikstjóri sögunnar eftir að hafa samið um 7-9 milljónir dollara fyrir Wonder Woman 2. Hún er þó sögð hafa þurft að berjast harkalega fyrir launahækkuninni. Hún fór fram á sambærileg laun og Zack Snyder hefur fengið fyrir Man of Steel og Batman v Superman: Dawn of Justice en hann hefur hækkað í launum vafningalaust á milli mynda. Samt hafa gagnrýnendur tekið þeim báðum heldur fálega og Wonder Woman er fyrsta DC-myndin í þessari umferð sem ekki hefur lent í hakkavél gagnrýnenda. Jenkins og Wonder Woman eru í hörkusókn og ofurhetjubíóárið 2017 var þeirra. Jenkins sló met, braut múra og vinnur í raun afrek með fyrstu almennilegu DC-myndinni. Wonder Woman sjálf stendur síðan uppi sem sigurvegari og aðalvítamínsprautan í tveimur risamyndum á árinu.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira