Tengja íbúprófen við ófrjósemi í ungum karlmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 16:43 Íbúfen er eitt vinsælasta lyfið á Íslandi sem inniheldur íbúprófen. Fréttablaðið/Stefán Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár. Vísindi Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár.
Vísindi Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila