Volkswagen yfir 6 milljón bíla markið Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 15:30 Volkswagen Golf er táknmynd þýska framleiðandans, líkt og Bjallan var fyrr. Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent
Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent