Volkswagen yfir 6 milljón bíla markið Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 15:30 Volkswagen Golf er táknmynd þýska framleiðandans, líkt og Bjallan var fyrr. Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent
Volkswagen Group bílasamstæðan framleiðir yfir 10 milljón bíla á ári og þar af á Volkswagen merkið eitt yfir 6 milljónir af þeim en það takmark náðist rétt fyrir áramótin. Til að átta sig á hve Volkswagen er stórt fyrirtæki þá eru bílar þess framleiddir í 50 verksmiðjum í 14 löndum um heim allan og hjá fyrirtækinu störfuðu 626.715 manns við lok síðasta árs. Volkswagen hefur frá upphafi framleitt 150 milljón bíla og eiga Bjallan og Golf stóran skerf í þeirri sölu, en á seinni árum hefur Polo stækkað hlutdeild sína í sölu Volkswagen bíla. Á næsta ári má búast við að sjá nýjar gerðir Volkswagen bíla eiga vænan skerf í heildarsölunni, bíla eins og T-Roc, Arteon og Atlas. Áherslur í framleiðslu Volkswagen bíla breyttust mjög við uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen fyrir ríflega tveimur árum síðan og hefur hún breyst í átt til rafmagns- og tengiltvinnbíla og ætlar Volkswagen að selja 1 milljón bíla á ári án hefðbundinnar brunavélar við miðjan næsta áratug.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent