Geely kaupir í Volvo Trucks Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 13:45 Einn góður frá trukkafyrirtæki Volvo. Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN. Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely heldur áfram fjárfestingum sínum í evrópskum bíliðnaði og hefur nú keypt 8,2% hlutabréfa í trukkaframleiðslu Volvo sem ber nafnið AB Volvo. Fyrir þennan hlut í Volvo Trucks þurfti Geely að greiða tæplega 350 milljarða króna. Geely keypti hlutinn af fjárfestingafélaginu Cevian Capital. Geely á fyrir öll hlutabréf í Volvo Cars, sem og Lotus og London Taxi. Það gerir það þó ekki að verkum að Geely hafi í hyggju að sameina AB Volvo og Volvo Cars að nýju. Með þessum kaupum er Geely orðinn stærsti eigandinn í AB Volvo. Þessi kaup Geely voru alfarið að þeirra eigin frumkvæði, en Cevian Capital hafði engin áform uppi um að selja hlut sinn. Cevian Capital hagnaðist hinsvegar umtalsvert með þessum kaupum en félagið hefur átt þessi bréf í AB Volvo frá árinu 2006. Hlutabréfaverð í AB Volvo hefur hækkað um 50% á þessu ári og er mikilli eftirspurn eftir trukkum í heiminum helst að þakka. Hlutabréf hafa einnig hækkað mjög hjá öðrum trukkaframleiðendum, svo sem Benz og MAN.
Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent