Ford eykur við framleiðslu Fiesta Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 11:45 Ford Fiesta er gríðarvinsæll bíll í Bretlandi og Þýskalandi. Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent
Þó svo að sumir fólksbílar Ford af stærri gerðinni seljist illa og miklar líkur séu á að Ford muni hætta framleiðslu Mondeo, að minnsta kosti fyrir Bandaríkjamarkað, þá hefur Ford vart undan að framleiða hinn talsvert minni Fiesta bíl. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi og þar þarf að slá í bykkjuna til að anna eftirspurn. Ford Fiesta er til að mynda mesta selda bílgerðin í Bretlandi og í nóvember seldust 6.434 eintök af bílnum og ef svo ágæt sala heldur áfram á bílnum þar í landi er árssala hans þar um ríflega 77.000 bílar. Fiesta selst líka vel í Þýskalandi og í nóvember tryggðu 4.660 nýir eigendur sér þar eintak af bílnum. Þessi góða eftirspurn hefur orðið til þess að í verksmiðjunni í Köln hefur þurft að auka framleiðsluna um 100 bíla á dag og þurft hefur á setja á aukavaktir til að sinna allri þessari framleiðslu. Ekki slæmt vandamál þar á ferð.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent