Ford Ranger Raptor á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 11:00 Feluklæddur Ford Ranger Raptor í prófunum. Ford hefur framleitt hinn vinsæla F-150 pallbíl í kraftaútgáfu undir nafninu Raptor. Nú hefur frést að Fotrd ætli að kynna hinn minni Ranger bíl sinn einnig í kraftaútfærslu og það einnig með Raptor nafninu. Ford mun sýna bílinn þann 7. febrúar og það á fremur óvenjulegum stað, í Bangkok í Tælandi. Aðalvélarkosturinn í Ranger Raptor verður 3,5 lítra V6 EcoBoost vélin og í bílnum mun hún skila 443 hestöflum til allra hjólanna og 691 Nm togi. Það ætti að duga vel til að koma þessum talsvert léttari bíl en F-150 vel úr sporunum. Ekki mun skorta gírafjöldann í nýrri sjálfskiptingu, en þeir verða 10 talsins og það ætti að tryggja að bíllinn sé ávallt á réttum snúningi og að allt afl vélar hans nýtist sem best. Ford Raptor er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og Raptor útfærsla hans verður af nýrri kynslóð bílsins. Raptor útfærslan verður, líkt og með F-150 Raptor, hærri á vegi en grunnbíllinn og með öflugri fjöðrun og á stærri dekkjum. Það mun líka sjást útlitslega að þar fer Raptor útfærsla hans með meiri hlífðarplötum og viðeigandi merkingum. Heyrst hefur að Ford muni kynna hefðbundna gerð nýrrar kynslóðar Ranger strax í þessum mánuði á Detroit Auto Show sem opnar eftir 5 daga. Líklegt er þó að Ranger og Ranger Raptor komi ekki í sölu fyrr en á seinni helmingi ársins. Ford Ranger Raptor verður smíðaður í Wayne verksmiðju Ford í Michigan. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
Ford hefur framleitt hinn vinsæla F-150 pallbíl í kraftaútgáfu undir nafninu Raptor. Nú hefur frést að Fotrd ætli að kynna hinn minni Ranger bíl sinn einnig í kraftaútfærslu og það einnig með Raptor nafninu. Ford mun sýna bílinn þann 7. febrúar og það á fremur óvenjulegum stað, í Bangkok í Tælandi. Aðalvélarkosturinn í Ranger Raptor verður 3,5 lítra V6 EcoBoost vélin og í bílnum mun hún skila 443 hestöflum til allra hjólanna og 691 Nm togi. Það ætti að duga vel til að koma þessum talsvert léttari bíl en F-150 vel úr sporunum. Ekki mun skorta gírafjöldann í nýrri sjálfskiptingu, en þeir verða 10 talsins og það ætti að tryggja að bíllinn sé ávallt á réttum snúningi og að allt afl vélar hans nýtist sem best. Ford Raptor er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og Raptor útfærsla hans verður af nýrri kynslóð bílsins. Raptor útfærslan verður, líkt og með F-150 Raptor, hærri á vegi en grunnbíllinn og með öflugri fjöðrun og á stærri dekkjum. Það mun líka sjást útlitslega að þar fer Raptor útfærsla hans með meiri hlífðarplötum og viðeigandi merkingum. Heyrst hefur að Ford muni kynna hefðbundna gerð nýrrar kynslóðar Ranger strax í þessum mánuði á Detroit Auto Show sem opnar eftir 5 daga. Líklegt er þó að Ranger og Ranger Raptor komi ekki í sölu fyrr en á seinni helmingi ársins. Ford Ranger Raptor verður smíðaður í Wayne verksmiðju Ford í Michigan.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent