Ford F-150 með dísilvél í vor Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 10:14 Dísilútgáfa Ford F-150 verður eyðslugrennsta útgáfa hans. Í nokkurn tíma hefur verið vitað að Ford ætli að bjóða hinn vinsæla F-150 pallbíl sinn með dísilvél, en fyrst nú hefur Ford greint frá um hvaða vél verður að ræða. Það verður 250 hestafla og 3,0 lítra Power Stroke úr eigin smiðju en þessi vél togar 597 Nm við aðeins 1.750 snúninga. Ein aðalástæða fyrir því að Ford ætlar að bjóða dísilvél í F-150 bílinn er sú að með henni á bíllinn að verða einkar eyðslugrannur, en uppgefin eyðsla hans í langkeyrslu er innan við 8 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ford segir að opnað verði fyrir pantanir í þessa dísilútgáfu vinsælustu bílgerðar Bandaríkjanna strax um miðjan janúar en fyrstu eintök hans verða ekki afhent nýjum kaupendum fyrr en í vor. Með þessari 3,0 lítra dísilvél er kominn sjötti vélarkosturinn í F-150 bílinn. Sjálfskiptingin sem tengd verður dísilvélinni er 10 gíra og svo fjölgíra kassi á ekki síst að stuðla að lágri eyðslu bílsins. Einnig mun start/stop búnaður stuðla að lágri eyðslu hans. Hægt verður að fá dísilútgáfu F-150 með bæði fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í Lariat, King Ranch og Platinum SuperCrew útfærslum með bæði 5,5 og 6,5 feta palli. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent
Í nokkurn tíma hefur verið vitað að Ford ætli að bjóða hinn vinsæla F-150 pallbíl sinn með dísilvél, en fyrst nú hefur Ford greint frá um hvaða vél verður að ræða. Það verður 250 hestafla og 3,0 lítra Power Stroke úr eigin smiðju en þessi vél togar 597 Nm við aðeins 1.750 snúninga. Ein aðalástæða fyrir því að Ford ætlar að bjóða dísilvél í F-150 bílinn er sú að með henni á bíllinn að verða einkar eyðslugrannur, en uppgefin eyðsla hans í langkeyrslu er innan við 8 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ford segir að opnað verði fyrir pantanir í þessa dísilútgáfu vinsælustu bílgerðar Bandaríkjanna strax um miðjan janúar en fyrstu eintök hans verða ekki afhent nýjum kaupendum fyrr en í vor. Með þessari 3,0 lítra dísilvél er kominn sjötti vélarkosturinn í F-150 bílinn. Sjálfskiptingin sem tengd verður dísilvélinni er 10 gíra og svo fjölgíra kassi á ekki síst að stuðla að lágri eyðslu bílsins. Einnig mun start/stop búnaður stuðla að lágri eyðslu hans. Hægt verður að fá dísilútgáfu F-150 með bæði fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í Lariat, King Ranch og Platinum SuperCrew útfærslum með bæði 5,5 og 6,5 feta palli.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent