151 milljón frá íslenska ríkinu vegna Justice League Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2018 15:50 Bruce Wayne horfir yfir Djúpavík í Justice League. Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu. Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska ofurhetjumyndin Justice League fékk 151 milljón króna endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna framleiðslu myndarinnar hér á landi. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur birt yfirlit yfir þau verkefni sem fengu endurgreiðslu á síðasta ári. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni er að framleiðslan sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Hæsta endurgreiðslan rann til Justice League sem tekin var upp hér á landi árið 2016. Mikið var um að vera í Djúpavík á Ströndum þar sem tökur hér á landi fóru fram. Í myndinni má heyra Ingvar E. Sigurðsson tala íslensku ásamt einum aðalleikaranna, Jason Momoa.Bandaríski sjónvarpsþátturinn Black Mirror fékk 98 milljónir í endurgreiðslu en þriðji þáttur fjórðu seríu var tekinn upp hér á landi í febrúar síðastliðnum þar sem tökuliðið sást meðal annars í miðborg Reykjavíkur. Fóru tökurnar einnig fram í yfirgefinni hlöðu við Grænavatn og við Kleifarvatn í mars síðastliðnum. Kvikmynd Baltastar Kormáks, Eiðurinn, fékk 89 milljónir í endurgreiðslu og önnur þáttaröð Fortitude fékk 81 milljón í endurgreiðslu. Þættirnir voru teknir upp á Austurlandi í febrúar árið 2016. Bandarísku þættirnir sívinsælu Game of Thrones fengu um 75 milljónir en tökulið og leikarar þáttanna hafa verið tíðir gestir hér á landi undanfarin ár. Engin breyting verður þar á fyrir næstu þáttaröð þáttanna, sem jafnframt er sú síðasta. Von er á tökuliði á vegum þáttanna hér á landi í næsta mánuði, líkt og Vísir greindi frá fyrir skömmu.
Tengdar fréttir Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45 Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ingvar kenndi Batman og Aquaman íslensku fyrir Justice League Íslenski leikarinn hvíslaði í eyru stjarnanna á tökustað ef þeim vafðist tunga um tönn við að taka íslensku. 21. nóvember 2017 14:45
Átti erfitt með sjóinn á Íslandi Ben Affleck hafði gaman af því að sjá Jason Momoa þjást vegna kulda. 7. nóvember 2017 10:15