Hræðist ekki áskoranir 2. janúar 2018 12:00 Frá því að Guðfinnur hóf að stunda líkamsrækt hefur hann misst 30 kg og hann er orðinn miklu sterkari en áður. Vísir/Laufey Guðfinnur Vilhelm Karlsson hefur verið blindur frá fæðingu en hann lætur það ekki aftra sér frá því að hreyfa sig reglulega. Hann æfir sund og fer í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. „Ég fer í ræktina til að halda mér í góðu formi og ekki síður til að byggja upp styrk fyrir sundið, segir Guðfinnur Vilhelm Karlsson, sem hefur æft sund um árabil með Íþróttafélaginu Firði og á Íslandsmet í skrið- og baksundi. Hann hefur aldrei verið hræddur við að takast á við áskoranir en auk þess að vera afreksmaður í sundi spilar hann á fiðlu og píanó. „Ég er í fullu tónlistarnámi við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og stefni á að ljúka prófi þaðan næsta vor eða haust.“Missti 30 kíló Inntur eftir því hvort það hjálpi Guðfinni í daglegu lífi að vera í góðu formi segir hann að svo sé. „Mér líður líka betur. Ég get ekki stundað hvaða útivist sem er svo að ræktin heldur mér við. Mér finnst líka gaman að takast á við erfiðar æfingar og þær eru oftast hressandi fyrir líkama og sál. Það skemmtilegasta við ræktina er þegar ég finn að ég hef bætt mig á einhvern hátt, get lyft meiri þyngd eða hlaupið á betri tíma en áður. Frá því að ég hóf að stunda líkamsrækt hef ég misst 30 kíló frá því ég var sem þyngstur og ég finn að ég er orðinn miklu sterkari en ég var,“ upplýsir hann.Borðar vel eftir æfingar Hvað mataræði varðar segist Guðfinnur fá sér hafragraut á morgnana og borða vel í hádeginu og kvöldin. „Ég er með matarofnæmi og þarf því að gæta vel að því hvað ég borða. Ég er með ofnæmi fyrir fiski, eggjum og mjólkurvörum svo það er margt sem ég má ekki innbyrða. Hins vegar er kjúklingur og kjöt oft á matseðlinum.“ Guðfinnur brosir þegar hann er spurður hvort hann hafi alltaf haft þörf fyrir að hreyfa sig. „Nei, ég var þybbinn sem krakki og hefur alltaf þótt matur góður og þykir enn. Það var ekki fyrr en ég fór að hreyfa mig reglulega að ég fór að hafa gaman af því og núna er hreyfing hluti af mínum lífsstíl. Það hefur komið mér mest á óvart hvað mér finnst skemmtilegt að hreyfa mig og hvað ég hef enst lengi í þessu.“ Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Guðfinnur Vilhelm Karlsson hefur verið blindur frá fæðingu en hann lætur það ekki aftra sér frá því að hreyfa sig reglulega. Hann æfir sund og fer í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. „Ég fer í ræktina til að halda mér í góðu formi og ekki síður til að byggja upp styrk fyrir sundið, segir Guðfinnur Vilhelm Karlsson, sem hefur æft sund um árabil með Íþróttafélaginu Firði og á Íslandsmet í skrið- og baksundi. Hann hefur aldrei verið hræddur við að takast á við áskoranir en auk þess að vera afreksmaður í sundi spilar hann á fiðlu og píanó. „Ég er í fullu tónlistarnámi við Tónlistarskólann í Hafnarfirði og stefni á að ljúka prófi þaðan næsta vor eða haust.“Missti 30 kíló Inntur eftir því hvort það hjálpi Guðfinni í daglegu lífi að vera í góðu formi segir hann að svo sé. „Mér líður líka betur. Ég get ekki stundað hvaða útivist sem er svo að ræktin heldur mér við. Mér finnst líka gaman að takast á við erfiðar æfingar og þær eru oftast hressandi fyrir líkama og sál. Það skemmtilegasta við ræktina er þegar ég finn að ég hef bætt mig á einhvern hátt, get lyft meiri þyngd eða hlaupið á betri tíma en áður. Frá því að ég hóf að stunda líkamsrækt hef ég misst 30 kíló frá því ég var sem þyngstur og ég finn að ég er orðinn miklu sterkari en ég var,“ upplýsir hann.Borðar vel eftir æfingar Hvað mataræði varðar segist Guðfinnur fá sér hafragraut á morgnana og borða vel í hádeginu og kvöldin. „Ég er með matarofnæmi og þarf því að gæta vel að því hvað ég borða. Ég er með ofnæmi fyrir fiski, eggjum og mjólkurvörum svo það er margt sem ég má ekki innbyrða. Hins vegar er kjúklingur og kjöt oft á matseðlinum.“ Guðfinnur brosir þegar hann er spurður hvort hann hafi alltaf haft þörf fyrir að hreyfa sig. „Nei, ég var þybbinn sem krakki og hefur alltaf þótt matur góður og þykir enn. Það var ekki fyrr en ég fór að hreyfa mig reglulega að ég fór að hafa gaman af því og núna er hreyfing hluti af mínum lífsstíl. Það hefur komið mér mest á óvart hvað mér finnst skemmtilegt að hreyfa mig og hvað ég hef enst lengi í þessu.“
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira