Hjartaknúsarar nutu áramótanna á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2018 07:43 Benedict Cumberbatch og Rupert Grint njóta feikilegra vinsælda um allan heim - þ.m.t. á Íslandi. Vísir/Getty Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57