Birta samantekt á söguþræði Han Solo-myndarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2018 23:19 Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd IMDB Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira