Fyrsta stiklan úr Fullum vösum: Hvatvísir spennufíklar ræna hættulegasta manni landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 16:30 Aron Már, Hálmar Örn, Egill Ploder og Nökkvi Fjalar ætla sér að ræna banka í kvikmyndinni Fullir Vasar. „Þetta er allt öðruvísi en maður gerir sér grein fyrir, þegar ég er að leika á sviði fer maður með allt leikritið á einu bretti og getur komið sér þannig betur inn í hlutverkið en í bíó þarf maður að að læra eina og eina senu fyrir hvern tökudag og oft þurfti maður að setja sig í aðstæður aftur og aftur,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem AronMola, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fullir Vasar sem frumsýnd verður í næsta mánuði hér á landi. Fullir Vasar fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað atburðarás sem enginn sá fyrir.Snjallsímakynslóðin þekkir leikarana vel Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már og Áttumennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat. „Maður þarf að passa upp á svo marga hluti leiklega séð í bíómyndum. En samt sem áður var þetta mjög skemmtilegt og það var mjög góður andi á setti sem ég held að sé mjög dýrmætt,“ segir Aron sem hefur leikið áður á sviði í leikritum fyrir Verslunarskóla Íslands og hefur hann verið við nám á Leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands.Hjálmar í senu með Aroni.„Þetta er grín hasarmynd sem fjallar um nokkra menn sem þjást af rosalegri hvatvísi og spennufíkn. Þeir koma sér í allskonar vesen til þess eins að ræna banka.“Eignaðist barn í síðustu viku Aron varð faðir í fyrsta sinn í síðustu viku þegar hann og Hildur Skúladóttir eignuðust lítinn dreng. „Föðurhlutverkið er held ég bara eins og það á að vera ólýsanlegt og spennandi. Fæðingin gekk bara mjög vel.“ „Það var frábær reynsla og ekki líkt neinu sem ég hef prufað áður, mun meiri vinna en mig grunaði,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, um vinnuna í kringum kvikmyndina. „Það var magnað að fá að leika á móti Ladda sem var mín grín hetja þegar ég var ungur, það má segja að maður hafi orðið „starstruck“ þegar hann mætti,“ segir Hjálmar en Laddi leikur nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni. „Þetta er svona blanda af spennu og gríni en með meiri áherslu á grín myndi ég segja,“ segir Hjálmar að lokum. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr Fullum Vösum sem frumsýnd verður þann 23. febrúar. Menning Tengdar fréttir Fyrsta fjölskyldumynd Arons Mola og Hildar bræðir hjörtu um land allt Samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær. 18. janúar 2018 10:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þetta er allt öðruvísi en maður gerir sér grein fyrir, þegar ég er að leika á sviði fer maður með allt leikritið á einu bretti og getur komið sér þannig betur inn í hlutverkið en í bíó þarf maður að að læra eina og eina senu fyrir hvern tökudag og oft þurfti maður að setja sig í aðstæður aftur og aftur,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem AronMola, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Fullir Vasar sem frumsýnd verður í næsta mánuði hér á landi. Fullir Vasar fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað atburðarás sem enginn sá fyrir.Snjallsímakynslóðin þekkir leikarana vel Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már og Áttumennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat. „Maður þarf að passa upp á svo marga hluti leiklega séð í bíómyndum. En samt sem áður var þetta mjög skemmtilegt og það var mjög góður andi á setti sem ég held að sé mjög dýrmætt,“ segir Aron sem hefur leikið áður á sviði í leikritum fyrir Verslunarskóla Íslands og hefur hann verið við nám á Leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands.Hjálmar í senu með Aroni.„Þetta er grín hasarmynd sem fjallar um nokkra menn sem þjást af rosalegri hvatvísi og spennufíkn. Þeir koma sér í allskonar vesen til þess eins að ræna banka.“Eignaðist barn í síðustu viku Aron varð faðir í fyrsta sinn í síðustu viku þegar hann og Hildur Skúladóttir eignuðust lítinn dreng. „Föðurhlutverkið er held ég bara eins og það á að vera ólýsanlegt og spennandi. Fæðingin gekk bara mjög vel.“ „Það var frábær reynsla og ekki líkt neinu sem ég hef prufað áður, mun meiri vinna en mig grunaði,“ segir Hjálmar Örn Jóhannsson, um vinnuna í kringum kvikmyndina. „Það var magnað að fá að leika á móti Ladda sem var mín grín hetja þegar ég var ungur, það má segja að maður hafi orðið „starstruck“ þegar hann mætti,“ segir Hjálmar en Laddi leikur nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni. „Þetta er svona blanda af spennu og gríni en með meiri áherslu á grín myndi ég segja,“ segir Hjálmar að lokum. Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr Fullum Vösum sem frumsýnd verður þann 23. febrúar.
Menning Tengdar fréttir Fyrsta fjölskyldumynd Arons Mola og Hildar bræðir hjörtu um land allt Samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær. 18. janúar 2018 10:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrsta fjölskyldumynd Arons Mola og Hildar bræðir hjörtu um land allt Samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eignuðust sitt fyrsta barn í gær. 18. janúar 2018 10:30