Myndin af mér í heild sinni: Þegar nektarmyndir komast í dreifingu á netinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 16:00 Erna Mist í hlutverki Ylfu í myndinni. Hún þekkir sjálf hvernig það er þegar nektarmyndir komast í dreifingu. Stuttmyndin Myndin af mér er úr smiðju þeirra sem gerðu fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Þessi hálftíma stuttmynd er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf þeirra sem fyrir því verða. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir eru höfundar myndarinnar en verkefnið er styrkt af Jafnréttissjóði, Reykjavíkurborg, Vodafone og Landsbankanum. Myndina má horfa á í heild sinni hér að neðan.Skömmin var mikilErna Mist Pétursdóttir leikur aðalhlutverk í myndinni en hún er er sjálf þolandi stafræns kynferðisofbeldis. Leikararnir í myndinni eru sex og er hún ekki sú eina af þeim sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi. Erna Mist var aðeins 12 ára gömul þegar nektarmynd af henni var lekið á netið, myndin var skjáskot úr Skype samtali hennar við strák. „Ég vildi hins vegar ekki sýna brjóstin í fyrstu. Var tortryggin og sagði við hann: Nei, ég vil það ekki, þú tekur örugglega mynd. Hann neitaði því, sagðist alls ekki myndu gera það og hélt höndunum uppi frá lyklaborðinu til að sanna það fyrir mér. Ég fór úr bolnum. Svo var það mánuði síðar að vinur hans kemur upp að mér í Kringlunni og segir við mig: Flott myndin af þér,“ sagði Erna Mist á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. Vinir stráksins höfðu verið með honum, falið sig á bak við tölvuna og tekið skjáskot þegar hún var farin úr bolnum. „Þessari mynd var deilt á meðal vinanna og fór svo á netið á síðu þar sem var fullt af myndum af íslenskum stelpum.... Ég talaði aldrei um þetta við neinn, skömmin var hreinlega of mikil.“ Erna Mist burðaðist með skömm í nokkur ár vegna nektarmyndar af henni sem fór í dreifingu.Visir/Eyþór„Stelpur og strákar verða að söluvarningi og það er býttað með nektarmyndir eins og safnspil,“ segir Erna Mist um þann veruleika sem ungmenni sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi búa við. „Í myndinni er lögð mikil áhersla á að fræða. Kynna vandamálið til sögunnar og varpa ljósi á það. En ekki að skamma og predika. Ég held að einhver hluti lausnarinnar felist í opinskárri umræðu og fræðslu og því að skila skömminni. Gera út af við hana.“ Á vefsíðu myndarinnar, www.myndinafmer.is, má finna gagnlegan fróðleik, ráðleggingar til þeirra sem hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og tillögur að því hvernig hægt sé að vera hluti af lausninni.Hvað er stafrænt kynferðisofbeldi og áreitni?Til stafræns kynferðisofbeldis og áreitni telst til dæmis að- sýna eða dreifa nektarmyndum af öðrum í leyfisleysi,- að senda óumbeðnar nektarmyndir og kynferðisleg skilaboð til annarra,- að þrýsta á aðra eða hóta þeim í þeim tilgangi að þvinga þá til þess að senda nektarmyndir,- að hóta öðrum að dreifa nektarmyndum af þeim,- að búa til falskar nektarmyndir af öðrum og dreifa þeim eða hóta því,- að nota nektarmyndir sem vopn til að hrella, hóta eða fjárkúga aðra, o.s.frv.Listinn er ekki tæmandi, enda tekur tæknin sífelldum breytingum og þar af leiðandi er stafrænt kynferðisofbeldi í örri þróun líka.Hvað á að gera ef maður verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi?Ef þú verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi er mikilvægt að þú fáir þá aðstoð sem þú átt skilið. Enginn verðskuldar að þurfa að glíma við afleiðingar ofbeldis einn síns liðs. Sé málið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda (en það getur þú annað hvort gert sjálf/ur eða beðið einhvern fullorðinn sem þú treystir um að gera) getur þú fengið aðstoð sérfræðinga við að vinna úr reynslu þinni og líða betur. Ef þú ert ekki reiðubúin/n að málið verði að lögreglumáli er reynt að taka tillit til vilja þíns. Þeim mun eldri sem þú ert, þeim mun meiri líkur eru á að sjónarmið þitt sé virt.Til að láta gerendur svara til saka fyrir gjörðir sínar og reyna að koma í veg fyrir fleiri séu beittir ofbeldi þarf að tilkynna lögreglunni um þau ofbeldisbrot sem eiga sé stað (ef þú treystir þér til). Þú getur haft samband við lögregluna í síma 112 eða með því að senda skilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar þar sem þú býrð. MeToo Tengdar fréttir Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stuttmyndin Myndin af mér er úr smiðju þeirra sem gerðu fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Þessi hálftíma stuttmynd er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf þeirra sem fyrir því verða. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir eru höfundar myndarinnar en verkefnið er styrkt af Jafnréttissjóði, Reykjavíkurborg, Vodafone og Landsbankanum. Myndina má horfa á í heild sinni hér að neðan.Skömmin var mikilErna Mist Pétursdóttir leikur aðalhlutverk í myndinni en hún er er sjálf þolandi stafræns kynferðisofbeldis. Leikararnir í myndinni eru sex og er hún ekki sú eina af þeim sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi. Erna Mist var aðeins 12 ára gömul þegar nektarmynd af henni var lekið á netið, myndin var skjáskot úr Skype samtali hennar við strák. „Ég vildi hins vegar ekki sýna brjóstin í fyrstu. Var tortryggin og sagði við hann: Nei, ég vil það ekki, þú tekur örugglega mynd. Hann neitaði því, sagðist alls ekki myndu gera það og hélt höndunum uppi frá lyklaborðinu til að sanna það fyrir mér. Ég fór úr bolnum. Svo var það mánuði síðar að vinur hans kemur upp að mér í Kringlunni og segir við mig: Flott myndin af þér,“ sagði Erna Mist á dögunum í viðtali við Fréttablaðið. Vinir stráksins höfðu verið með honum, falið sig á bak við tölvuna og tekið skjáskot þegar hún var farin úr bolnum. „Þessari mynd var deilt á meðal vinanna og fór svo á netið á síðu þar sem var fullt af myndum af íslenskum stelpum.... Ég talaði aldrei um þetta við neinn, skömmin var hreinlega of mikil.“ Erna Mist burðaðist með skömm í nokkur ár vegna nektarmyndar af henni sem fór í dreifingu.Visir/Eyþór„Stelpur og strákar verða að söluvarningi og það er býttað með nektarmyndir eins og safnspil,“ segir Erna Mist um þann veruleika sem ungmenni sem verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi búa við. „Í myndinni er lögð mikil áhersla á að fræða. Kynna vandamálið til sögunnar og varpa ljósi á það. En ekki að skamma og predika. Ég held að einhver hluti lausnarinnar felist í opinskárri umræðu og fræðslu og því að skila skömminni. Gera út af við hana.“ Á vefsíðu myndarinnar, www.myndinafmer.is, má finna gagnlegan fróðleik, ráðleggingar til þeirra sem hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og tillögur að því hvernig hægt sé að vera hluti af lausninni.Hvað er stafrænt kynferðisofbeldi og áreitni?Til stafræns kynferðisofbeldis og áreitni telst til dæmis að- sýna eða dreifa nektarmyndum af öðrum í leyfisleysi,- að senda óumbeðnar nektarmyndir og kynferðisleg skilaboð til annarra,- að þrýsta á aðra eða hóta þeim í þeim tilgangi að þvinga þá til þess að senda nektarmyndir,- að hóta öðrum að dreifa nektarmyndum af þeim,- að búa til falskar nektarmyndir af öðrum og dreifa þeim eða hóta því,- að nota nektarmyndir sem vopn til að hrella, hóta eða fjárkúga aðra, o.s.frv.Listinn er ekki tæmandi, enda tekur tæknin sífelldum breytingum og þar af leiðandi er stafrænt kynferðisofbeldi í örri þróun líka.Hvað á að gera ef maður verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi?Ef þú verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi er mikilvægt að þú fáir þá aðstoð sem þú átt skilið. Enginn verðskuldar að þurfa að glíma við afleiðingar ofbeldis einn síns liðs. Sé málið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda (en það getur þú annað hvort gert sjálf/ur eða beðið einhvern fullorðinn sem þú treystir um að gera) getur þú fengið aðstoð sérfræðinga við að vinna úr reynslu þinni og líða betur. Ef þú ert ekki reiðubúin/n að málið verði að lögreglumáli er reynt að taka tillit til vilja þíns. Þeim mun eldri sem þú ert, þeim mun meiri líkur eru á að sjónarmið þitt sé virt.Til að láta gerendur svara til saka fyrir gjörðir sínar og reyna að koma í veg fyrir fleiri séu beittir ofbeldi þarf að tilkynna lögreglunni um þau ofbeldisbrot sem eiga sé stað (ef þú treystir þér til). Þú getur haft samband við lögregluna í síma 112 eða með því að senda skilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar þar sem þú býrð.
MeToo Tengdar fréttir Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00
Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45