Kvennagöngur í Bandaríkjunum: Natalie Portman var þrettán ára þolandi „kynferðislegrar hryðjuverkastarfsemi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 10:45 Ræða leikkonunnar Natalie Portman var áhrifamikil. Vísir/afp Bandaríska leikkonan Natalie Portman segist hafa upplifað „kynferðislega hryðjuverkastarfsemi“ þegar hún var að stíga sín fyrstu skref sem leikkona í Hollywood, þrettán ára gömul. Það hafi orðið til þess að henni fannst hún knúin til að hylja líkama sinn og bæla niður tilfinningar sínar og kyntjáningu. Portman var einn ræðumanna í hinni svokölluðu Kvennagöngu (e. Women‘s March) í Los Angeles í Kaliforníu í gær. Um er að ræða annað árið í röð sem göngurnar eru haldnar víðsvegar um Bandaríkin til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa.Rachel Platten, Alfre Woodard, Elizabeth Banks og Felicity Huffman mættu á Kvennagönguna í gær.Vísir/AFPÍ fyrra söfnuðust milljónir mótmælenda saman en þá var sérstaklega boðað til kvennagangnanna vegna nýlegs kjörs Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Hann þótti ala á fordómum í garð minnihlutahópa í kosningabaráttu sinni og var forsetinn aftur í forgrunni í gær. Þá markaði þessi fyrsti dagur mótmælanna eins árs afmæli Trumps í embætti.Dreymdi um að nauðga henniEinn stærsti mótmælafundur á vegum Kvennagöngunnar var haldinn í Los Angeles í gær en Hollywood hefur verið í eldlínunni í umræðu um kynferðislega áreitni og -ofbeldi undanfarna mánuði. Ræða Natalie Portman í Los Angeles í gær vakti mikla athygli en í henni sagði hún frá því þegar hún steig sín fyrstu skref sem leikkona í Hollywood. Portman hóf feril sinn ung og rifjaði sérstaklega upp atvik sem átti sér stað þegar hún var 13 ára. Hún hafði nýlokið við að leika í fyrstu kvikmynd sinni, Léon: The Professional, og fékk í kjölfarið send fjölda aðdáandabréfa. Í fyrsta bréfinu sem hún opnaði var að finna „nauðgunarfantasíu“ frá fullorðnum karlmanni.Biðu eftir því að hún yrði „lögleg“Þá taldi Portman upp fleiri atvik sem sýndu fram á áreitnina, mismunina og ofbeldið sem konur þurfa að glíma við, í Hollywood og annars staðar. „Útvarpsmenn á útvarpsstöð í heimabæ mínum byrjuðu að telja niður dagana í átján ára afmæli mitt, með öðrum orðum þegar löglegt yrði að sofa hjá mér,“ sagði Portman. Slíkar uppákomur hafi orðið til þess að hún lagði sig fram við að sýnast „tepruleg, íhaldssöm, bókhneigð [og] alvarleg“ í þeim tilgangi að komast hjá hlutgervingu. „Þegar ég var þrettán ára urðu skilaboðin, sem samfélagið sendi mér, skýr. [...] Viðbrögð við tjáningu minni, allt frá smávægilegum athugasemdum um líkama minn og til ógnandi yfirlýsinga, voru til þess gerð að stjórna hegðun minni með kynferðislegri hryðjuverkastarfsemi.“Ræðu Portman má horfa á í heild hér að neðan.Hvetja konur til að kjósaFleiri Hollywood-leikkonur, sem héldu merkjum hreyfinganna #MeToo og Time‘s Up sérstaklega á lofti, ávörpuðu gríðarlegan fjölda fólks sem saman var kominn í Los Angeles í gær. Ræða Violu Davis vakti mikla athygli og þá voru Eva Longoria, Elizabeth Banks, Scarlett Johanson, Lupita Nyong‘o og Olivia Munn einnig á meðal ræðumanna. Mótmæli á vegum Kvennagöngunnar fara fram víðsvegar um Bandaríkin nú um helgina og voru stærstu göngurnar haldnar í Los Angeles, Washington D.C., New York og Boston í gær. Þá er stærsti viðburður helgarinnar á dagskrá í Las Vegas í dag sem haldinn er undir merkjum átaksins #PowerToThePolls. Markmið átaksins er að hvetja fólk, og sérstaklega konur, til að skrá sig á kjörskrá í Bandaríkjunum og knýja fram breytingar á stjórnarháttum í landinu. Í Washington einblíndu mótmælendur sérstaklega á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en ríkisstjórn hans stendur nú í miðri lokun alríkisstofnanna, þeirri fyrstu í embættistíð forsetans. Trump var sjálfur staddur í Hvíta húsinu, en ekki setri sínu í Mar-a-Lago í Flórída eins og til stóð, þegar mótmælendur söfnuðust saman í göngunni.Hér að neðan má sjá myndir frá gærdeginum en talið er að hundruð þúsunda hafi gengið til stuðnings konum og minnihlutahópum.Mótmælendur í Los Angeles skutu fast á Bandaríkjaforseta.Vísir/afpÞessi mótmælandi í Washington D.C. bindur vonir við að Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, etji kappi við Donald Trump í næstu forsetakosningum.Vísir/AFpLeikkonan Eva Longoria er einn aðalskipuleggjenda Time's Up-átaksins.Vísir/AFP MeToo Tengdar fréttir Natalie Portman opnar sig um lífið í Hollywood: „Ég var hrædd“ Leikkonan lýsir yfir stuðningi við fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. 20. nóvember 2017 21:30 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Femínismi er orð ársins 2017 Samkvæmt Merriam Webster orðabókinni er orðið það langvinsælasta í ár. 12. desember 2017 21:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Bandaríska leikkonan Natalie Portman segist hafa upplifað „kynferðislega hryðjuverkastarfsemi“ þegar hún var að stíga sín fyrstu skref sem leikkona í Hollywood, þrettán ára gömul. Það hafi orðið til þess að henni fannst hún knúin til að hylja líkama sinn og bæla niður tilfinningar sínar og kyntjáningu. Portman var einn ræðumanna í hinni svokölluðu Kvennagöngu (e. Women‘s March) í Los Angeles í Kaliforníu í gær. Um er að ræða annað árið í röð sem göngurnar eru haldnar víðsvegar um Bandaríkin til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa.Rachel Platten, Alfre Woodard, Elizabeth Banks og Felicity Huffman mættu á Kvennagönguna í gær.Vísir/AFPÍ fyrra söfnuðust milljónir mótmælenda saman en þá var sérstaklega boðað til kvennagangnanna vegna nýlegs kjörs Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Hann þótti ala á fordómum í garð minnihlutahópa í kosningabaráttu sinni og var forsetinn aftur í forgrunni í gær. Þá markaði þessi fyrsti dagur mótmælanna eins árs afmæli Trumps í embætti.Dreymdi um að nauðga henniEinn stærsti mótmælafundur á vegum Kvennagöngunnar var haldinn í Los Angeles í gær en Hollywood hefur verið í eldlínunni í umræðu um kynferðislega áreitni og -ofbeldi undanfarna mánuði. Ræða Natalie Portman í Los Angeles í gær vakti mikla athygli en í henni sagði hún frá því þegar hún steig sín fyrstu skref sem leikkona í Hollywood. Portman hóf feril sinn ung og rifjaði sérstaklega upp atvik sem átti sér stað þegar hún var 13 ára. Hún hafði nýlokið við að leika í fyrstu kvikmynd sinni, Léon: The Professional, og fékk í kjölfarið send fjölda aðdáandabréfa. Í fyrsta bréfinu sem hún opnaði var að finna „nauðgunarfantasíu“ frá fullorðnum karlmanni.Biðu eftir því að hún yrði „lögleg“Þá taldi Portman upp fleiri atvik sem sýndu fram á áreitnina, mismunina og ofbeldið sem konur þurfa að glíma við, í Hollywood og annars staðar. „Útvarpsmenn á útvarpsstöð í heimabæ mínum byrjuðu að telja niður dagana í átján ára afmæli mitt, með öðrum orðum þegar löglegt yrði að sofa hjá mér,“ sagði Portman. Slíkar uppákomur hafi orðið til þess að hún lagði sig fram við að sýnast „tepruleg, íhaldssöm, bókhneigð [og] alvarleg“ í þeim tilgangi að komast hjá hlutgervingu. „Þegar ég var þrettán ára urðu skilaboðin, sem samfélagið sendi mér, skýr. [...] Viðbrögð við tjáningu minni, allt frá smávægilegum athugasemdum um líkama minn og til ógnandi yfirlýsinga, voru til þess gerð að stjórna hegðun minni með kynferðislegri hryðjuverkastarfsemi.“Ræðu Portman má horfa á í heild hér að neðan.Hvetja konur til að kjósaFleiri Hollywood-leikkonur, sem héldu merkjum hreyfinganna #MeToo og Time‘s Up sérstaklega á lofti, ávörpuðu gríðarlegan fjölda fólks sem saman var kominn í Los Angeles í gær. Ræða Violu Davis vakti mikla athygli og þá voru Eva Longoria, Elizabeth Banks, Scarlett Johanson, Lupita Nyong‘o og Olivia Munn einnig á meðal ræðumanna. Mótmæli á vegum Kvennagöngunnar fara fram víðsvegar um Bandaríkin nú um helgina og voru stærstu göngurnar haldnar í Los Angeles, Washington D.C., New York og Boston í gær. Þá er stærsti viðburður helgarinnar á dagskrá í Las Vegas í dag sem haldinn er undir merkjum átaksins #PowerToThePolls. Markmið átaksins er að hvetja fólk, og sérstaklega konur, til að skrá sig á kjörskrá í Bandaríkjunum og knýja fram breytingar á stjórnarháttum í landinu. Í Washington einblíndu mótmælendur sérstaklega á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en ríkisstjórn hans stendur nú í miðri lokun alríkisstofnanna, þeirri fyrstu í embættistíð forsetans. Trump var sjálfur staddur í Hvíta húsinu, en ekki setri sínu í Mar-a-Lago í Flórída eins og til stóð, þegar mótmælendur söfnuðust saman í göngunni.Hér að neðan má sjá myndir frá gærdeginum en talið er að hundruð þúsunda hafi gengið til stuðnings konum og minnihlutahópum.Mótmælendur í Los Angeles skutu fast á Bandaríkjaforseta.Vísir/afpÞessi mótmælandi í Washington D.C. bindur vonir við að Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, etji kappi við Donald Trump í næstu forsetakosningum.Vísir/AFpLeikkonan Eva Longoria er einn aðalskipuleggjenda Time's Up-átaksins.Vísir/AFP
MeToo Tengdar fréttir Natalie Portman opnar sig um lífið í Hollywood: „Ég var hrædd“ Leikkonan lýsir yfir stuðningi við fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. 20. nóvember 2017 21:30 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Femínismi er orð ársins 2017 Samkvæmt Merriam Webster orðabókinni er orðið það langvinsælasta í ár. 12. desember 2017 21:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Natalie Portman opnar sig um lífið í Hollywood: „Ég var hrædd“ Leikkonan lýsir yfir stuðningi við fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. 20. nóvember 2017 21:30
Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00
Femínismi er orð ársins 2017 Samkvæmt Merriam Webster orðabókinni er orðið það langvinsælasta í ár. 12. desember 2017 21:45