Gömul ummæli Tarantino um kynferðisbrot Roman Polanski valda usla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 21:15 Næsta mynd Tarantino mun meðal annars fjalla um morðið á Sharon Tate, þáverandi eiginkonu Roman Polanski. Vísir/Getty „Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu. MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
„Heyrðu, hún var til í þetta.“ Þannig hljómar fimmtán ára gömul útskýring leikstjórans Quentin Tarantino á brotum kollega síns Roman Polanski gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Orðin lét Tarantino falla í viðtali við Howard Stern og hafa þau vakið hörð viðbrögð eftir að vefmiðlar vestanhafs rifjuðu þau upp í vikunni. Tarantino hefur verið áberandi í miðlum síðustu vikuna vegna frásagnar leikkonunnar Umu Thurman af framkomu Tarantino við tökur á Kill Bill myndunum og þá sérstaklega í kringum bílslys sem olli henni töluverðum meiðslum. Tarantino baðst á mánudag afsökunar vegna slyssins en náði þó ekki að róa almenning lengi þar sem 15 ára gömul ummæli hans voru rifjuð upp í gær. „Hann nauðgaði ekki 13 ára stúlku. Þetta var samræði við stúlku undir lögaldri. Það er ekki nauðgun. Fyrir mér, þegar þú notar orðið nauðgun, þá ertu að tala um ofbeldi, henda þeim niður – það er einn ofbeldisfyllsti glæpur í heimi. Þú getur ekki farið frjálslega með orðið nauðgun. Það er eins og að fara frjálslega með orðið rasisti. Það á ekki alltaf við,“ heyrist Tarantino segja á upptökunni. Í viðtalinu frá 2003 heyrist Tarantino ræða við útvarpsmanninn Howard Stern og samstarfskonu hans Robin Quivers. Þau eiga eftirfarandi samtal eftir að Quivers minnir Tarantino á að fórnarlamb Polanski var lyfjuð og ölvuð þegar ofbeldið átti sér stað.Tarantino: Þannig var þetta alls ekki. Hún vildi þetta og deitaði hann og...Quivers: Hún var þrettán ára!Tarantino: Og meðan ég man, við erum að tala um siðferði Bandaríkjanna, ekki siðferði í Evrópu og allt það.Stern: Bíddu nú hægur. Ef þú stundar kynlíf með þrettán ára stúlku og þú ert fullorðinn maður, þá veistu að það er rangt.Quivers: ...gefur henni áfengi og pillur...Tarantino: Heyrðu, hún var til í þetta.Fólk fullt ógeðsMeðal þeirra sem hafa tjáð hneykslun sína á ummælum Tarantino er Melissa Silverstein, útgefandi Women in Hollywood, fréttavef sem leggur áherslu á jafnrétti í Hollywood. Hún segir fréttir síðustu daga af Tarantino marka vatnaskil í ferli hans sem geti haft varanleg áhrif. „Þetta virðist vera sögulegt. Ég held að fólk sé fullt ógeðs,“ sagði Silverstein í samtali við The Guardian. Hún segir marga karlmenn upphafða sem hugsjónamenn. „Sögurnar sem við höfum heyrt af þeim eru byggðar á menningu sem er ekki lengur ásættanleg. Við spyrjum okkur öll hvar þetta fólk sé og hvers vegna þessar kvikmyndir eru hlutir af okkar dægurmenningu. Við erum að segja að við viljum annars konar frásagnir.“ Velgengni Tarantino má að miklu leyti rekja til náins samstarfs við framleiðandann Harvey Weinstein sem er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna í Hollywood. Meðal þeirra sem hafa sakað Weinstein um ósiðlegt athæfi í sinn garð er Uma Thurman. Næsta kvikmynd Tarantino fjallar um Manson morðin. Eitt fórnarlamba Manson fjölskyldunnar svokölluðu var leikkonan Sharon Tate, þáverandi eiginkona Roman Polanski. Polanski játaði að hafa brotið gegn barni en flúði Bandaríkin og settist að í Frakklandi árið 1978 áður en dómur féll í málinu.
MeToo Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Segir Quentin Tarantino iðrast mjög. 5. febrúar 2018 22:27