Norska lögreglan áfram óvopnuð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2018 21:00 Norskir lögreglumenn að störfum í Osló. Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir á almannafæri, samkvæmt nýrri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vopnaburður lögreglu hefur lengi verið heitt deilumál í Noregi en norskir lögreglumenn eru ásamt þeim íslensku þeir einu á Norðurlöndunum sem ekki bera byssur á almannafæri. Af öðrum Evrópulöndum er það einnig á Bretlandi og Írlandi sem lögreglan er almennt óvopnuð á götum úti. Bent hefur verið á það í umræðu í norskum fjölmiðlum að einu aðalflugvellir Evrópuríkja, þar sem ekki sjást vopnaðir lögreglumenn, séu í Noregi og á Íslandi, Gardermoen og Keflavíkurflugvöllur. Þótt byssurnar séu ekki sýnilegar dags daglega er norska lögreglan þó vel vopnum búin, skammbyssuhólf er í lögreglubílum og vopnageymslur á lögreglustöðvum, og norskir lögreglumenn hljóta mikla þjálfun í beitingu skotvopna, sem gripið er til þegar ógn steðjar að. Nú hefur reynt á málið innan nýrrar ríkisstjórnar Noregs. Forystuflokkar stjórnarinnar, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa viljað stíga skrefið til fulls og láta lögreglumenn bera skammbyssur á almannafæri. Nýr samstarfsflokkur þeirra, sem kom inn í stjórnina í síðasta mánuði, Venstre-flokkur Trine Skei Grande, sagði hins vegar þvert nei og fékk því framgengt að lögreglumenn í Noregi verða áfram óvopnaðir næstu fjögur ár hið minnsta, að því er norska ríkisútvarpið NRK greindi frá. Þó eru á þessu undantekningar. Vopnaburður verður leyfður á viðkvæmum stöðum, eins og flugvöllum og lestarstöðvum, en þá samkvæmt áhættumati. Það fylgir sögunni að hættan á hryðjuverkum í Noregi hefur nú verið endurmetin, og telst nú minni en áður. Í fyrra var hryðjuverk talið líklegt en telst nú mögulegt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira