Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 15:00 Óson í heiðhvolfinu ver yfirborð jarðar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Alþjóðlegt samkomulag var gert á 9. áratugnum til þess að snúa við eyðingu þess af völdum manna. Vísir/Getty Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur. Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur.
Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47