Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:43 Skriða af völdum þiðnunar sífrera í Alaska. Bandarískir vísindamenn áætluðu magn kvikasilfurs í freðmýrum út frá kjarnasýnum þaðan. Vísir/AFP Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45