Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Metnaðarfyllri mörkin um 1,5°C hlýnun voru sett inn í Parísarsamkomulagið að beiðni eyríkja í Kyrrahafi sem eru í hættu vegna vaxandi ágangs sjávar. Vísir/AFP Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent