190 breskar leikkonur krefjast breytinga: „Kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 09:09 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Saoirse Ronan, Naome Harris, Emma Watson, Claire Foy, Kate Winslet, Emilia Clarke, Emma Thompson, Keira Knightley og Thandie Newton. Vísir/EPA/AFP 190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka. MeToo Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka.
MeToo Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira