„Skammist ykkar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:55 Vísir/AFP Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35