Vinna sem leggst vel í mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 "Það er ögrandi að fara inn á þetta svið,“ segir Ragnheiður. Vísir/Stefán „Þetta er lífleg vinna sem leggst vel í mig. Ég hef alltaf viljað starfa þar sem verið er að skapa nýja hluti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Bæði nýtist rekstrarkunnátta mín og listræn innsýn í sviðslistum. Ég hef verið meira kringum leiklistina til þessa en það er ögrandi að fara inn á þetta svið.“ Ragnheiður bendir á að dansflokkurinn sé ríkisstofnun, það kalli á mikil samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjársýslu ríkisins. „Það síðarnefnda er nýtt fyrir mér og það kemur mér á óvart hvað mér finnst það skemmtilegt,“ segir hún glaðlega en Ragnheiður hefur síðastliðna mánuði unnið í afleysingum sem framkvæmdastjóri ÍD. Dansflokkurinn hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Ragnheiður er ein á skrifstofunni þegar samtalið fer fram því aðrir starfsmenn eru í Bilbao á Spáni þar sem verið er að sýna Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Það verk var frumsýnt hér á landi 2015, nú er 2018 þannig að sýningarnar lifa. „Við setjum upp tvær til þrjár sýningar á ári hér og svo er mikið túrað. Líklega erum við með fleiri áhorfendur erlendis en á Íslandi. Uppsetning er alltaf mikil fjárfesting og með því að fara með hana út fyrir landsteinana tryggir maður enn betur að hún skili sér í innkomu.“ Ragnheiður segir mikilvægt að afla nýrra tengsla erlendis og viðhalda þeim sem fyrir eru. Frægð listdansstjórans Ernu Ómarsdóttur, sem danshöfundar og dansara, hjálpi þar verulega til. Erlendir danshöfundar hafa líka gert íslenska flokknum gott, að mati Ragnheiðar. „Okkar lögbundna hlutverk er að hlúa að innlendri danssmíði og dansmenningu en til að hún megi blómstra er gott að fá utanaðkomandi áhrif við og við,“ segir hún og upplýsir að vorsýning flokksins verði undir stjórn hins slóvenska Anton Lachky. „Hann er áhorfendum okkar ekki alls ókunnur, setti upp sýninguna Fullkominn dagur til drauma hér árið 2011.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er lífleg vinna sem leggst vel í mig. Ég hef alltaf viljað starfa þar sem verið er að skapa nýja hluti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Bæði nýtist rekstrarkunnátta mín og listræn innsýn í sviðslistum. Ég hef verið meira kringum leiklistina til þessa en það er ögrandi að fara inn á þetta svið.“ Ragnheiður bendir á að dansflokkurinn sé ríkisstofnun, það kalli á mikil samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjársýslu ríkisins. „Það síðarnefnda er nýtt fyrir mér og það kemur mér á óvart hvað mér finnst það skemmtilegt,“ segir hún glaðlega en Ragnheiður hefur síðastliðna mánuði unnið í afleysingum sem framkvæmdastjóri ÍD. Dansflokkurinn hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Ragnheiður er ein á skrifstofunni þegar samtalið fer fram því aðrir starfsmenn eru í Bilbao á Spáni þar sem verið er að sýna Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Það verk var frumsýnt hér á landi 2015, nú er 2018 þannig að sýningarnar lifa. „Við setjum upp tvær til þrjár sýningar á ári hér og svo er mikið túrað. Líklega erum við með fleiri áhorfendur erlendis en á Íslandi. Uppsetning er alltaf mikil fjárfesting og með því að fara með hana út fyrir landsteinana tryggir maður enn betur að hún skili sér í innkomu.“ Ragnheiður segir mikilvægt að afla nýrra tengsla erlendis og viðhalda þeim sem fyrir eru. Frægð listdansstjórans Ernu Ómarsdóttur, sem danshöfundar og dansara, hjálpi þar verulega til. Erlendir danshöfundar hafa líka gert íslenska flokknum gott, að mati Ragnheiðar. „Okkar lögbundna hlutverk er að hlúa að innlendri danssmíði og dansmenningu en til að hún megi blómstra er gott að fá utanaðkomandi áhrif við og við,“ segir hún og upplýsir að vorsýning flokksins verði undir stjórn hins slóvenska Anton Lachky. „Hann er áhorfendum okkar ekki alls ókunnur, setti upp sýninguna Fullkominn dagur til drauma hér árið 2011.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira